4. maí 2010
Yndislega fallegt veður í dag, hlýtt og logn, nú sér maður trén laufgast og gróðurinn taka við sér. Þetta er einn alskemmtilegasti árstíminn og besta stundin er akkúrat þegar maður tekur eftir grænu slikjunni sem skyndilega er komin á öll trén hér í Heiðmörkinni! Á kosningaári verða garðverkin því miður að mestu leyti að bíða fram í júní en nágrannar okkar eru þegar byrjuð að vinna í sínum garði. Það er alltaf ansi hvetjandi að verða vitni að því :-)
Í dag heimsóttum við María sambýlið við Birkimörk hér í Hveragerði. Það opnaði að mig minnir síðla árs 2006 en þarna eiga heima fimm einstaklingar sem glíma við mismikla fötlun. Húsnæðið er auðvitað nýtt og því afskaplega fallegt en enn betra er að öll aðstaða og aðbúnaður er með allra besta móti. Þarna vinna 15 starfsmenn í 10 stöðugildum og ég gat ekki annað heyrt en að starfsandi væri afskaplega góður. Við hittum Steinunni forstöðukonu og nokkra starfsmenn. Fræddumst hjá þeim um starfsemina og fórum síðan yfir þær væntingar sem við allar höfum til yfirfærslunnar á málefnum fatlaðra en þessi málaflokkur mun flytjast yfir til sveitarfélaganna í byrjun næsta árs. Ég hef þá trú að það muni verða gæfuspor og þá ekki síst fyrir þá einstaklinga sem þjónustunnar njóta.
Hitti Valgeir formann Knattspyrnudeildar Hamars í dag en hann kom með erindi sem lagt verður fyrir bæjarráð í vikunni. Notuðum tækifærið og ræddum einnig um þau áform sem uppi eru um framtíðaruppbyggingu aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Það er einlægur vilji meirihlutans að aðstaðan verði bætt en til þess gætum við þurft að áfangaskipta framkvæmdum. Slíkt er aftur á móti ekki frágangssök en sýnir viljann i verki.
Náðum ekki nema rétt rúmum hálftíma í stefnuskrár dreifingu í kvöld enda Lalli á næturvakt. Á morgun ætlum við Lalli fyrir kvöldmat í Lækjarbrúnina og eftir kvöldmat förum við Elsa í restina af Heiðarbrúninni. Ég er svo þakklát fyrir þær góðu móttökur sem við erum að fá. Fólk er afar kurteist og vill gjarnan spjalla og benda okkur um leið á ýmislegt sem má bæta en ekki síður á það sem gott hefur verið gert. Fékk góða athugasemd frá karlmanni á miðjum aldri í kvöld: "þetta með bæjarstjórnina er eins og hjónabandið, grasið er einfaldlega ekkert grænna hinu megin"
Vil síðan endilega deila með ykkur þessari skondnu mynd af okkur Guðna Péturssyni núverandi bæjarstjóra í Ölfusinu. Hún var tekin á hverasvæðinu um daginn en þarna erum við nýbúin að prófa leirinn sem verið er að koma þar fyrir. Unnið er að opnun svæðisins í næstu viku og búið er að koma fyrir fótaböðum og leirböðum fyrir hendur og fætur, síðan hitti ég 5 fiðraða tilvonandi íbúa svæðisins í dag þar sem þeir voru staddir í skottinu á bílnum hennar Elfu :-)
Í dag heimsóttum við María sambýlið við Birkimörk hér í Hveragerði. Það opnaði að mig minnir síðla árs 2006 en þarna eiga heima fimm einstaklingar sem glíma við mismikla fötlun. Húsnæðið er auðvitað nýtt og því afskaplega fallegt en enn betra er að öll aðstaða og aðbúnaður er með allra besta móti. Þarna vinna 15 starfsmenn í 10 stöðugildum og ég gat ekki annað heyrt en að starfsandi væri afskaplega góður. Við hittum Steinunni forstöðukonu og nokkra starfsmenn. Fræddumst hjá þeim um starfsemina og fórum síðan yfir þær væntingar sem við allar höfum til yfirfærslunnar á málefnum fatlaðra en þessi málaflokkur mun flytjast yfir til sveitarfélaganna í byrjun næsta árs. Ég hef þá trú að það muni verða gæfuspor og þá ekki síst fyrir þá einstaklinga sem þjónustunnar njóta.
Hitti Valgeir formann Knattspyrnudeildar Hamars í dag en hann kom með erindi sem lagt verður fyrir bæjarráð í vikunni. Notuðum tækifærið og ræddum einnig um þau áform sem uppi eru um framtíðaruppbyggingu aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Það er einlægur vilji meirihlutans að aðstaðan verði bætt en til þess gætum við þurft að áfangaskipta framkvæmdum. Slíkt er aftur á móti ekki frágangssök en sýnir viljann i verki.
Náðum ekki nema rétt rúmum hálftíma í stefnuskrár dreifingu í kvöld enda Lalli á næturvakt. Á morgun ætlum við Lalli fyrir kvöldmat í Lækjarbrúnina og eftir kvöldmat förum við Elsa í restina af Heiðarbrúninni. Ég er svo þakklát fyrir þær góðu móttökur sem við erum að fá. Fólk er afar kurteist og vill gjarnan spjalla og benda okkur um leið á ýmislegt sem má bæta en ekki síður á það sem gott hefur verið gert. Fékk góða athugasemd frá karlmanni á miðjum aldri í kvöld: "þetta með bæjarstjórnina er eins og hjónabandið, grasið er einfaldlega ekkert grænna hinu megin"
Vil síðan endilega deila með ykkur þessari skondnu mynd af okkur Guðna Péturssyni núverandi bæjarstjóra í Ölfusinu. Hún var tekin á hverasvæðinu um daginn en þarna erum við nýbúin að prófa leirinn sem verið er að koma þar fyrir. Unnið er að opnun svæðisins í næstu viku og búið er að koma fyrir fótaböðum og leirböðum fyrir hendur og fætur, síðan hitti ég 5 fiðraða tilvonandi íbúa svæðisins í dag þar sem þeir voru staddir í skottinu á bílnum hennar Elfu :-)
Comments:
Skrifa ummæli