18. maí 2010
Öflugur dagur í dag. Gekk frá fundarboði fyrir fund bæjarráðs sem haldinn verður næsta fimmtudag. Það verður síðasti fundur kjörtímabilsins. Kjörskrána sem er nýkomin í hús verður að samþykkja áður en hún er lögð fram og það gerist á morgun. Því var boðað til aukafundar í bæjarstjórn sem hófst kl. 18:30. Sá fundur stóð reyndar ekki nema í 10 mínútur enda ekki lengi gert að samþykkja eina fundargerð, kjörskrána og eitt veitingaleyfi. Þetta var síðasti bæjarstjórnarfundurinn því bæjarráði var falin fullnaðarafgreiðsla á öllum kærum vegna kosninganna. Á reyndar ekki von á að þær verði margar því fáir uppfylla þau skilyrði að hægt sé að kæra inn á kjörskrá.
Á fundinum var gefin jákvæð umsögn um veitingaleyfi fyrir Eden aldingarði en vonir standa til að þar geti hafist veitingarekstur í byrjun júní. Verður spennandi að sjá hvernig nýir rekstraraðilar haga rekstrinum.
Átti nokkur símtöl vegna lausagöngu hunda en Kristján Jónsson, hundafangari, stendur sig afar vel í starfi. Það er fengur að manni með jafn mikla reynslu og hann hefur. Lausaganga hunda hefur líka minnkað enda er hart tekið á henni núna og margir sem hafa lent í því að þurfa að ná í hundinn sinn niður í Flóa og reiða af hendi sekt vegna lausagöngunnar. Skilningur verður að ríkja á þeirri staðreynd að fullt af fólki er logandi hrætt við hunda og sum börn þora ekki út úr húsi ef þau eiga á hættu að mæta lausum hundi.
Eftir fund á kosningaskrifstofunni síðdegis og í kvöld fór ég aðeins á rúntinn að skoða aðstæður í nýju hverfunum vestast í bænum. Þar hafa garðar og hús tekið miklum stakkaskiptum en hverfið er orðið afar skemmtilegt. Mér fannst líka gaman að sjá hversu fallegt er orðið í kringum nýja Búmanna hverfið. Allt hellu- og graslagt og frágengið að utan. Mjög snyrtilegt og þeim til mikils sóma sem standa að byggingunum.
Á morgun verður borinn út nýr Bláhver. Við finnum alls staðar jákvæða strauma í okkar garð en nú þurfa allir að muna eftir að kjósa. Þeir sem ekki verða heima á kjördag geta kosið hjá sýslumanni og komið atkvæðinu á bæjarskrifstofuna. Endilega hvetjið þá sem þið þekkið og eru að fara í burtu til að greiða atkvæði sem fyrst. Eins þeir sem eru í útlöndum, því það tekur tíma að koma atkvæðinu heim. EN hvert atkvæði skiptir máli ....
Á fundinum var gefin jákvæð umsögn um veitingaleyfi fyrir Eden aldingarði en vonir standa til að þar geti hafist veitingarekstur í byrjun júní. Verður spennandi að sjá hvernig nýir rekstraraðilar haga rekstrinum.
Átti nokkur símtöl vegna lausagöngu hunda en Kristján Jónsson, hundafangari, stendur sig afar vel í starfi. Það er fengur að manni með jafn mikla reynslu og hann hefur. Lausaganga hunda hefur líka minnkað enda er hart tekið á henni núna og margir sem hafa lent í því að þurfa að ná í hundinn sinn niður í Flóa og reiða af hendi sekt vegna lausagöngunnar. Skilningur verður að ríkja á þeirri staðreynd að fullt af fólki er logandi hrætt við hunda og sum börn þora ekki út úr húsi ef þau eiga á hættu að mæta lausum hundi.
Eftir fund á kosningaskrifstofunni síðdegis og í kvöld fór ég aðeins á rúntinn að skoða aðstæður í nýju hverfunum vestast í bænum. Þar hafa garðar og hús tekið miklum stakkaskiptum en hverfið er orðið afar skemmtilegt. Mér fannst líka gaman að sjá hversu fallegt er orðið í kringum nýja Búmanna hverfið. Allt hellu- og graslagt og frágengið að utan. Mjög snyrtilegt og þeim til mikils sóma sem standa að byggingunum.
Á morgun verður borinn út nýr Bláhver. Við finnum alls staðar jákvæða strauma í okkar garð en nú þurfa allir að muna eftir að kjósa. Þeir sem ekki verða heima á kjördag geta kosið hjá sýslumanni og komið atkvæðinu á bæjarskrifstofuna. Endilega hvetjið þá sem þið þekkið og eru að fara í burtu til að greiða atkvæði sem fyrst. Eins þeir sem eru í útlöndum, því það tekur tíma að koma atkvæðinu heim. EN hvert atkvæði skiptir máli ....
Comments:
Skrifa ummæli