28. maí 2010
Föstudagur og kosningar á morgun....
Í gærkvöldi héldu D-listakonur hér í Hvergerði glæsilegt dömukvöld og við erum ennþá í skýjunum :-) Í salnum voru um 170 konur sem allar skemmtu sér konunglega. Jóna Hrönn Bolladóttir talaði um traust af einlægni og innsæi, Silfurparið í samkvæmisdönsum sýndi listir sínar, Jógvan Hansen heillaði alla uppúr skónum og frambjóðendur stigu á stokk og sýndu á sér alveg nýjar hliðar ;-) Fullt af dömum fóru heim með vinninga í happdrættinu og allar fóru vona ég heim með gleði í hjarta eftir frábæra kvöldstund. Glæsilegar veitingar voru töfraðar fram af Eyjólfi formanni Sjálfstæðisfélagsins og frábærum konum sem aðstoðuðu hann. Aðrar skreyttu salinn, pökkuðu gjöfum, redduðu happdrættisvinningum eða aðstoðuðu á annan hátt. Risa stór hópur kom að undirbúningi þessa glæsilega kvölds undir styrkri stjórn, Guðrúnar Hafsteins, Helgu Sigurðar, Elínborgar Ólafs og Berglindar Sigurðardóttur. Þúsund þakkir þið elskulegu konur !
Þúsund þakkir líka til myndarlegu strákanna á framboðslistanum sem báru borð og stóla, sóttu dansgólf útí sveit og þjónuðu dömunum síðan til borðs í gærkvöldi. Þetta var frábær lokahnykkur á kosningabaráttu sem farið hefur afar skemmtilega fram hér í Hveragerði. Skoðið endilega myndir frá kvöldinu hér.
Í dag, föstudag, verða frambjóðendur á ferð og flugi um bæjarfélagið. Með gleði og sól í sinni! Þið sem hyggið á ferðalög um helgina endilega muna að kjósa áður en lagt er af stað. Hvert einasta atkvæði skiptir máli !
Í gærkvöldi héldu D-listakonur hér í Hvergerði glæsilegt dömukvöld og við erum ennþá í skýjunum :-) Í salnum voru um 170 konur sem allar skemmtu sér konunglega. Jóna Hrönn Bolladóttir talaði um traust af einlægni og innsæi, Silfurparið í samkvæmisdönsum sýndi listir sínar, Jógvan Hansen heillaði alla uppúr skónum og frambjóðendur stigu á stokk og sýndu á sér alveg nýjar hliðar ;-) Fullt af dömum fóru heim með vinninga í happdrættinu og allar fóru vona ég heim með gleði í hjarta eftir frábæra kvöldstund. Glæsilegar veitingar voru töfraðar fram af Eyjólfi formanni Sjálfstæðisfélagsins og frábærum konum sem aðstoðuðu hann. Aðrar skreyttu salinn, pökkuðu gjöfum, redduðu happdrættisvinningum eða aðstoðuðu á annan hátt. Risa stór hópur kom að undirbúningi þessa glæsilega kvölds undir styrkri stjórn, Guðrúnar Hafsteins, Helgu Sigurðar, Elínborgar Ólafs og Berglindar Sigurðardóttur. Þúsund þakkir þið elskulegu konur !
Þúsund þakkir líka til myndarlegu strákanna á framboðslistanum sem báru borð og stóla, sóttu dansgólf útí sveit og þjónuðu dömunum síðan til borðs í gærkvöldi. Þetta var frábær lokahnykkur á kosningabaráttu sem farið hefur afar skemmtilega fram hér í Hveragerði. Skoðið endilega myndir frá kvöldinu hér.
Í dag, föstudag, verða frambjóðendur á ferð og flugi um bæjarfélagið. Með gleði og sól í sinni! Þið sem hyggið á ferðalög um helgina endilega muna að kjósa áður en lagt er af stað. Hvert einasta atkvæði skiptir máli !
Comments:
Skrifa ummæli