17. maí 2010
Eftirfarandi setning dúkkar upp á skjánum hjá mér oft á mínútu. Your browser appears to be offline. Please check your internet connection and try again. ... sem aftur gerir það að verkum að það er ekki vinnandi vegur að vera á netinu hér heima ! ! ! Þetta er vægast sagt frekar þreytandi. Man aldrei eftir að kanna ástæður þessa á dagvinnutíma þegar einhver snillingur gæti aðstoðað mig við að laga þetta...
Annars var dagurinn góður. Skrifaði undir samning við Þór Ólaf Hammer um leigu á tjaldsvæðinu næstu tvö árin. Það eru nokkrar vikur síðan bæjarstjórn samþykkti samninginn en við Óli höfum ekki náð saman fyrr en í dag sem auðvitað var löngu tímabært. Óli og Margrét ráku tjaldstæðið í fyrra og held ég að engu sé logið um að aðsóknin jókst stórlega. Ferðamenn eru löngu farnir að mæta á svæðið þetta vorið og greinilegt að margir hafa tekið miklu ástfóstri við Hveragerði.
Setti einnig slatta af fréttum á heimasíðu Hveragerðisbæjar, nóg er um að vera svo það verður að dreifa þeim aðeins svo þær fari ekki allar á síðuna sama daginn. Mér fannst fréttin um kerrupúlið sérlega skemmtileg enda greinilegt að þetta er afskaplega skemmtilegur félagsskapur. Myndirnar af fyrirhugaðri viðbyggingu við grunnskólann eru líka afar flottar og ég hvet alla til að kíkja á þær. Hér má finna heimasíðu bæjarins.
Annars var dagurinn góður. Skrifaði undir samning við Þór Ólaf Hammer um leigu á tjaldsvæðinu næstu tvö árin. Það eru nokkrar vikur síðan bæjarstjórn samþykkti samninginn en við Óli höfum ekki náð saman fyrr en í dag sem auðvitað var löngu tímabært. Óli og Margrét ráku tjaldstæðið í fyrra og held ég að engu sé logið um að aðsóknin jókst stórlega. Ferðamenn eru löngu farnir að mæta á svæðið þetta vorið og greinilegt að margir hafa tekið miklu ástfóstri við Hveragerði.
Setti einnig slatta af fréttum á heimasíðu Hveragerðisbæjar, nóg er um að vera svo það verður að dreifa þeim aðeins svo þær fari ekki allar á síðuna sama daginn. Mér fannst fréttin um kerrupúlið sérlega skemmtileg enda greinilegt að þetta er afskaplega skemmtilegur félagsskapur. Myndirnar af fyrirhugaðri viðbyggingu við grunnskólann eru líka afar flottar og ég hvet alla til að kíkja á þær. Hér má finna heimasíðu bæjarins.
Comments:
Skrifa ummæli