20. apríl 2010
Yndisleg og annasöm helgi að baki. Yngsti sonurinn fermdur og var því fagnað með miklum veisluhöldum eins og vera ber. Hann var afar ánægður með daginn en það er fyrir öllu. Set hér nokkrar myndir enda segja þær meira en mörg orð. Í dag mánudag var ég í fríi til að ganga frá eftir veisluhöldin sem héldu áfram í gærkvöldi hér heima. Síðan fórum við Albert til Lýðs á Selfossi í myndatöku en ég er alveg viss um að sú myndataka verður vel lukkuð enda náðu þeir vel saman Albert og Lýður. Þetta var hin skemmtilegasta stund. Eftir það var brunað til Reykjavíkur þar sem auðvitað þurfti aðeins að kíkja á tölvuleikjadeildina í Elko...
Síðdegis var meirihlutafundur þar sem farið var yfir ýmis mál vegna bæjarráðsfundar á föstudaginn og strax að honum loknum fórum við út í Sjálfstæðishús þar sem framboðslistinn hittist til að hefja málefnavinnu vegna kosnginanna í vor. Á morgun þriðjudag verður málefna/hugmynda þing fyrir íbúa í bænum þar sem hægt verður að koma á framfæri hugmyndum um það sem betur má fara og hin ýmsu framfaramál í bænum. Vonandi að margir mæti til að taka þátt í að móta stefnuna til framtíðar. Hótel Hveragerði kl. 20 á morgun þriðjudag....
Comments:
Skrifa ummæli