<$BlogRSDUrl$>

7. apríl 2010

Páskafríið var í alla staði yndislegt og það þrátt fyrir að pest herjaði á heimilið enn og aftur, en afskaplega þrálátt kvef virðist hafa ákveðið að eiga hreinlega heima hér á Heiðmörkinni til langframa. En það þýddi lítið að láta það á sig fá því það stóð ekki til boða að vera lasin ;-)

Fjölbreytt veisluhöld um helgina. Fórum í fermingarveislu fyrst til Sólveigar Helgu Guðjónsdóttur á Selfossi og síðan til Helgu Sunnu Sigurjónsdóttur heimasætu í Raftholti í Holtum. Myndarlegar ungar stúlkur báðar tvær og afskaplega gaman að hitta þarna ættingjana úr bæði móður og föðurætt. Á páskadag hittumst við alltaf fjölskyldan hjá Guðrúnu systur sem árlega töfrar fram páska brunch með fjölbreyttum réttum, síðan er setið og spjallað fram eftir degi. Í ár ákváðum við á Heiðmörkinni að skella okkur í Fljótshlíðina síðdegis á páskadag og skoða gosið, keyrðum þónokkuð innfyrir Þórólfsfell og sáum gosið og hraunið vel þaðan. Aðallega vakti þó umferðin athygli en gríðarlegur fjöldi bíla var í Fljótshlíðinni þetta kvöld.

Kosningastjórn hittist á annan í páskum en nú fer að styttast tíminn í sveitarstjórnarkosningar og því nauðsynlegt að nýta vel þá daga sem gefast til vors.

Nóg hefur verið að gera í vinnunni í gær og í dag enda er það yfirleitt þannig eftir svona marga frídaga. Í dag undirbjó ég bæjarráðsfund, hitti bæjarbúa sem ræða þurfti við mig, ræddi við framkvæmdastjóra Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna greiðslna úr sjóðnum sem duga áttu til að sveitarfélög bæru ekki aukinn kostnað vegna hækkunar tryggingagjalds en mér sýnist miðað við framlög að þónokkuð vanti uppá að svo sé. Mun skoða það mál áfram.

Fór um hádegi til Reykjavíkur á jarðarför Ólafs Steinssonar garðyrkjubónda hér í Hveragerði. Ólafur bjó hér í hartnær 70 ár og setti víða mark sitt á bæjarfélagið, sannur frumbyggi sem tók þátt í að móta samfélag okkar hér með öflugum hætti. Um leið og ég kom austur aftur hófst bæjarráðsfundur sem stóð til kl. 19. Á fundinum voru meðal annars samþykkt tilboð í göngustíga, hellulagningu og slátt á grænum svæðum í bænum. Minnihlutinn gagnrýndi að tilboðin væru hærri en kostnaðaráætlun en virtist ekki gera sér grein fyrir því að í svona litlum verkum er svigrúmið lítið og hér vega hrein efniskaup eins og á malbiki og hellum þungt og þar hefur verktakinn ekkert svigrúm til að lækka tilboð. Allt öðru máli gegnir þegar jarðvinna er stór þáttur í verkum en þá hafa verkatakar verið að bjóða lágt enda þar skipta aðrir þættir meira máli við verðmyndun. Síðan má ekki gleyma því að tilboðið í slátt og umhirðu er rúmlega 30% lægra heldur en upphæðin sem greidd var fyrri sama verk í fyrra. Það sparar bænum um 1,5 milljónir króna!
Bæjarráð samþykkti einnig ályktun gegn hugmyndum um vegtolla á stofnæðum útaf höfuðborgarsvæðinu en það er hreint með ólíkindum að mismuna eigi landsmönnum með þeim hætti sem þar er gert ráð fyrir. Bæjarráð samþykkti einnig hamingjuóskir til meistararflokks kvenna sem svo naumlega tapaði fyrir KR í úrslitaleik Íslandsmótsins í gær. Hörkuleikur sem ansi ergilegt var að tapa en stelpurnar spiluðu þó afar vel svo það voru þrátt fyrir allt stoltir Hvergerðingar sem yfirgáfu Frostaskjólið í gærkvöldi.

Eftir bæjarráðsfundinn í kvöld fór ég síðan ásamt sundfélögunum í heimsókn til Steinunnar Þórarins í tilefni af afmæli hennar. Yndisleg kvöldstund í góðum hópi. Lofaði Öldu Dagmar að senda henni kveðju á blogginu sem ég geri hér með :-)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet