13. apríl 2010
Nú er orðið ansi framorðið svo bloggið verður stuttaralegt í kvöld.
Morguninn fór í að undirbúa glærusýningu og upplýsingar fyrir fund fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu sem ég hitti síðan í hádeginu. Tilgangur fundarins var að kynna fyrir þeim þá kosti sem felast í því að slökkvilið Hveragerðisbæjar sinni áfram þjónustu við vesturhluta Ölfusins. Vel var tekið í kynninguna enda hafði hún þau áhrif að fulltrúaráðið hefur ákveðið að semja við okkur Hvergerðinga út árið 2010. Við Margrét Katrín, formaður stjórnar BÁ, munum núna setjast niður og ganga frá samkomulaginu sem lagt verður fyrir næsta fund bæjarráðs. Þetta er afskaplega ánægjuleg niðurstaða sem báðir aðilar geta verið ánægðir með. Slökkviliðið hér mun semsagt halda áfram að sinna útköllum eins og verið hefur, eins og hefur verið unnið að.
Eftir hádegi fór ég yfir ýmis mál með Guðmundi Baldurssyni. Hitti blómaskreyta sem geta varla beðið eftir að fá að spreyta sig á blómasýningunni Blóm í bæ. Gekk frá fundarboði bæjarstjórnar og ársreikningnum en það fór út í dag. Hitti Úlfar Andrésson sem er ungur maður sem hefur stofnað flott fyrirtæki í ferðaþjónustu og mun m.a. leigja út reiðhjól og skipulegga bæði hjólaferðir og brimbretta kennslu í sumar. Gaman að því þegar ungt fólk er svona öflugt. Einnig heyrði ég í fulltrúa iðnaðarráðuneytisins sem vill koma hingað með erlenda gesti í maí og fjölda annarra erinda þurfti að afgreiða í dag.
Eftir vinnu skruppum við niður að Hótel Hlíð en þar verður fermingarveislan hans Alberts haldin um næstu helgi. Flottur salur og gott hótel þar sem mun fara vel um stórfjölskylduna í veislunni.
Í kvöld kíkti síðan Gyrðir í kvöldkaffi og eins og alltaf var það hin skemmtilegasta kvöldstund. Er núna búin að sitja frameftir við að finna myndir af fermingarbarninu til að nota í veislunni. Ákvað að sýna ykkur nokkrar...
Morguninn fór í að undirbúa glærusýningu og upplýsingar fyrir fund fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu sem ég hitti síðan í hádeginu. Tilgangur fundarins var að kynna fyrir þeim þá kosti sem felast í því að slökkvilið Hveragerðisbæjar sinni áfram þjónustu við vesturhluta Ölfusins. Vel var tekið í kynninguna enda hafði hún þau áhrif að fulltrúaráðið hefur ákveðið að semja við okkur Hvergerðinga út árið 2010. Við Margrét Katrín, formaður stjórnar BÁ, munum núna setjast niður og ganga frá samkomulaginu sem lagt verður fyrir næsta fund bæjarráðs. Þetta er afskaplega ánægjuleg niðurstaða sem báðir aðilar geta verið ánægðir með. Slökkviliðið hér mun semsagt halda áfram að sinna útköllum eins og verið hefur, eins og hefur verið unnið að.
Eftir hádegi fór ég yfir ýmis mál með Guðmundi Baldurssyni. Hitti blómaskreyta sem geta varla beðið eftir að fá að spreyta sig á blómasýningunni Blóm í bæ. Gekk frá fundarboði bæjarstjórnar og ársreikningnum en það fór út í dag. Hitti Úlfar Andrésson sem er ungur maður sem hefur stofnað flott fyrirtæki í ferðaþjónustu og mun m.a. leigja út reiðhjól og skipulegga bæði hjólaferðir og brimbretta kennslu í sumar. Gaman að því þegar ungt fólk er svona öflugt. Einnig heyrði ég í fulltrúa iðnaðarráðuneytisins sem vill koma hingað með erlenda gesti í maí og fjölda annarra erinda þurfti að afgreiða í dag.
Eftir vinnu skruppum við niður að Hótel Hlíð en þar verður fermingarveislan hans Alberts haldin um næstu helgi. Flottur salur og gott hótel þar sem mun fara vel um stórfjölskylduna í veislunni.
Í kvöld kíkti síðan Gyrðir í kvöldkaffi og eins og alltaf var það hin skemmtilegasta kvöldstund. Er núna búin að sitja frameftir við að finna myndir af fermingarbarninu til að nota í veislunni. Ákvað að sýna ykkur nokkrar...
Comments:
Skrifa ummæli