12. apríl 2010
Mánudagur og enn og aftur farið allt of seint að sofa í gærkvöldi. Þarf nauðsynlega að gera mér betur grein fyrir gildi góðs nætursvefns :-)
Svaraði tölvupóstum og erindum sem biðu eftir helgina en einnig höfðu nokkur orðið eftir frá því í síðustu viku, eins og gengur þegar fundahöld verða of mikil.
Fundur í hádeginu í dag með samgönguráðherra Kristjáni Möller en hann boðaði bæjarráðin og forseta bæjarstjórnar Árborgar, Hveragerðis og Ölfuss til fundar við sig til að ræða hugmyndir um flýtingu vegaframkvæmda sem við hin reyndar oftast köllum hugmyndir um vegtolla. Fór ráðherra á fundinum yfir þau sjónarmið sem hann hefur kynnt undanfarið. Við Hvergerðingarnir vorum einörð í þeirri afstöðu að hugmyndirnar væru óásættanlegar og færðum fyrir því fjölmörg rök. Til dæmis að þegar er greitt til vegagerðar í gegnum bifreiðagjöld og eldsneytisgjald en þau gjöld fara í dag ekki að fullu til framkvæmda heldur til annars reksturs ríkisins. Til að byrja með ætti að nýta þá tekjustofna í vegaframkvæmdir. Jafnræðissjónarmiðið vegur líka þungt í þessu máli, hvers vegna á ekki að fjármagna allar framkvæmdir með þessum hætti, líka innanbæjar í Reykjavík, og áfram gæti ég talið... Fundurinn var ágætur en þó saknaði ég þess að einarðari sjónarmið kæmu frá fleiri sveitarstjórnarmönnum á svæðinu. Framkvæmdin er gríðarlega mikilvæg útfrá umferðaröryggissjónarmiði og þjóðhagslega hagkvæm um það er ekki ekki deilt, það er aðferðin við fjármögnunina sem við deilum um í dag. Vona að ráðherra leiti annarra leiða til að koma þessari brýnu framkvæmd af stað.
Sund síðdegis eftir langt hlé vegna endalausra pesta. Frábært að komast aftur í laugina. Meirihlutafundur í kvöld þar sem við fórum m.a. yfir ársreikninginn sem lagður verður fyrir á fimmtudaginn.
Svaraði tölvupóstum og erindum sem biðu eftir helgina en einnig höfðu nokkur orðið eftir frá því í síðustu viku, eins og gengur þegar fundahöld verða of mikil.
Fundur í hádeginu í dag með samgönguráðherra Kristjáni Möller en hann boðaði bæjarráðin og forseta bæjarstjórnar Árborgar, Hveragerðis og Ölfuss til fundar við sig til að ræða hugmyndir um flýtingu vegaframkvæmda sem við hin reyndar oftast köllum hugmyndir um vegtolla. Fór ráðherra á fundinum yfir þau sjónarmið sem hann hefur kynnt undanfarið. Við Hvergerðingarnir vorum einörð í þeirri afstöðu að hugmyndirnar væru óásættanlegar og færðum fyrir því fjölmörg rök. Til dæmis að þegar er greitt til vegagerðar í gegnum bifreiðagjöld og eldsneytisgjald en þau gjöld fara í dag ekki að fullu til framkvæmda heldur til annars reksturs ríkisins. Til að byrja með ætti að nýta þá tekjustofna í vegaframkvæmdir. Jafnræðissjónarmiðið vegur líka þungt í þessu máli, hvers vegna á ekki að fjármagna allar framkvæmdir með þessum hætti, líka innanbæjar í Reykjavík, og áfram gæti ég talið... Fundurinn var ágætur en þó saknaði ég þess að einarðari sjónarmið kæmu frá fleiri sveitarstjórnarmönnum á svæðinu. Framkvæmdin er gríðarlega mikilvæg útfrá umferðaröryggissjónarmiði og þjóðhagslega hagkvæm um það er ekki ekki deilt, það er aðferðin við fjármögnunina sem við deilum um í dag. Vona að ráðherra leiti annarra leiða til að koma þessari brýnu framkvæmd af stað.
Sund síðdegis eftir langt hlé vegna endalausra pesta. Frábært að komast aftur í laugina. Meirihlutafundur í kvöld þar sem við fórum m.a. yfir ársreikninginn sem lagður verður fyrir á fimmtudaginn.
Comments:
Skrifa ummæli