28. febrúar 2010
Hálsbólgan og kvefið sem hrjáði mig hér í síðustu færslu lét ekki deigan síga og gerði mér lífið afar leiðinlegt um síðustu helgi, svo ekki sé nú meira sagt. Systraferð til Boston varð því hálf undarleg þegar önnur okkar var vægast sagt við lélega heilsu allan tímann! En við urðum nú samt ásáttar um að eina ráðið við þeim leiðindum væri einfaldlega að fara bara fljótt aftur ;-)
Annars var helgin sem nú er að líða brennd sama marki og margar aðrar að hún var of stutt. Í dag sunnudag fórum við til Reykjanesbæjar þar sem Bjarni Rúnar og félagar í unglingaflokki Hamars/Þórs vann frækilegan sigur á Njarðvík í úrslitaleik Bikarkeppni KKÍ. Leikurinn endaði 60-61 svo spennan var hreint að fara með okkur þarna í lokin. En sigurinn var sætur og strákarnir afskaplega ánægðir enda máttu þeir vera það, árangurinn er afar góður.
Níundi flokkur Hamars/Þórs og drengjaflokkurinn léku einnig til úrslita og hlutu silfur í mjög spennandi leikjum. Það er bjart framundan í körfunni þegar ungmennin eru svona öflug.
Hér má sjá nokkrar smámyndir frá deginum í gær en ef þið finnið örina í hægra horninu efst þá opnast þær í myndasafninu.
Annars var helgin sem nú er að líða brennd sama marki og margar aðrar að hún var of stutt. Í dag sunnudag fórum við til Reykjanesbæjar þar sem Bjarni Rúnar og félagar í unglingaflokki Hamars/Þórs vann frækilegan sigur á Njarðvík í úrslitaleik Bikarkeppni KKÍ. Leikurinn endaði 60-61 svo spennan var hreint að fara með okkur þarna í lokin. En sigurinn var sætur og strákarnir afskaplega ánægðir enda máttu þeir vera það, árangurinn er afar góður.
Níundi flokkur Hamars/Þórs og drengjaflokkurinn léku einnig til úrslita og hlutu silfur í mjög spennandi leikjum. Það er bjart framundan í körfunni þegar ungmennin eru svona öflug.
Hér má sjá nokkrar smámyndir frá deginum í gær en ef þið finnið örina í hægra horninu efst þá opnast þær í myndasafninu.
Comments:
Skrifa ummæli