4. febrúar 2010
Bæjarráðsfundur í morgun þar sem samþykkt voru mörg góð mál eins og upbygging á heilsu- og æfingastíg undir Reykjafjalli, þar verður nú sett í gang vinna við að setja upp skemmtilegar æfingastöðvar við stíginn svo allir þeir fjölmörgu sem hlaupa eða ganga geti aukið brennsluna þegar hlaupið er undir fjallinu. Verður mjög flott og allir þeir sem talað hefur verið við um aðkomu að verkefninu eru mjög áhugasamir. Fyrsta skrefið verður að flytja líkamsræktarþjálfann sem er staðsettur við Hamarsvöllinn og hefur verið lítið notaður á flötina ofan við sundlaugaranddyrið. Þar kemur hann til með að nýtast þeim fjölmörgu sem nú stunda líkamsrækt í og við Laugaskarð. Á fundinum var líka sett í gang endurskoðun á forvarnarstefnu bæjarins sem verður undir styrkri stjórn Jóhönnu og Maríu með aðkomu fjölda annarra einstaklinga. Ágætis tilboð fengust í húseignina að Borgarheiði 3v sem þarfnast mikilla endurbóta eftir jarðskjálftann. Hæsta tilboði verður tekið og vonandi munu framkvæmdir hefjast þarna innan skamms. Þjónustusamningur var gerður við Foreldrafélag leikskólans um framlög til félagsins næstu þrjú árin. Foreldrafélagið vinnur afar þakklátt og gott starf og er starfsemi leikskólanna mikill styrkur, því var það meira en sjálfsagt að framlengja við þá samninginn og auka örlítið um leið styrkinn til starfseminnar á heildina litið.
Comments:
Skrifa ummæli