13. janúar 2010
Af fréttaflutningi Sunnlenska...
Ekki er nú öll vitleysan eins!
Í Sunnlenska fréttablaðinu er "frétt" á blaðsíðu 6 og í fyrirsögn segir að D-listinn tapi meirihlutanum í Hveragerði og Ölfusi. Vitnað er í Gallup könnun sem gerð var fyrir jól og sýndi þessa niðurstöðu. Þar sem ég tel mig vita nokkurn veginn hið rétta í þessu máli þá snöggfauk í mig við lestur "fréttarinnar". Eyþór Arnalds í Árborg keypti þessar spurningar fyrst og fremst til að kanna stöðu Sjálfstæðismanna í sínu sveitarfélagi en á þá staðreynd er ekki minnst í "fréttinni"! Samkvæmt samtali sem ég átti við Eyþór í kvöld var hér um spurningavagn Gallup að ræða og er úrtakið 800 manns af Suðurlandi, svarhlutfall var 63% eða 504. Við úrvinnslu könnunarinnar var hægt að fá niðurstöðu fyrir Árborg eingöngu en Árnessýsla utan Árborgar var talin sem ein heild. Í Árnessýslu utan Árborgar er fylgi Sjálfstæðisflokksins undir 50%. Fréttamaður Sunnlenska gefur sér útfrá þessu þá undarlegu niðurstöðu að meirihlutar Sjálfstæðismanna í Hveragerði og Ölfusi séu fallnir. Hvernig hægt er að gefa sér þessa niðurstöðu og birta í víðlesnu blaði er í besta falli óskiljanlegt. Í lok fréttarinnar er síðan gefið út að ekki hafi náðst að vinna úr könnunninni áður en blaðið fór í prentun og bíður úrvinnslan næsta blaðs! Af hvaða hvötum er þessi frétt sett algjörlega hrá og kolröng í blaðið? Lesendur Sunnlenska sem margir hverjir hafa haldið tryggð við blaðið í gegnum þykkt og þunnt eiga betra skilið en vitleysu eins og þá sem birtist í blaðinu þessa vikuna.
Ekki er nú öll vitleysan eins!
Í Sunnlenska fréttablaðinu er "frétt" á blaðsíðu 6 og í fyrirsögn segir að D-listinn tapi meirihlutanum í Hveragerði og Ölfusi. Vitnað er í Gallup könnun sem gerð var fyrir jól og sýndi þessa niðurstöðu. Þar sem ég tel mig vita nokkurn veginn hið rétta í þessu máli þá snöggfauk í mig við lestur "fréttarinnar". Eyþór Arnalds í Árborg keypti þessar spurningar fyrst og fremst til að kanna stöðu Sjálfstæðismanna í sínu sveitarfélagi en á þá staðreynd er ekki minnst í "fréttinni"! Samkvæmt samtali sem ég átti við Eyþór í kvöld var hér um spurningavagn Gallup að ræða og er úrtakið 800 manns af Suðurlandi, svarhlutfall var 63% eða 504. Við úrvinnslu könnunarinnar var hægt að fá niðurstöðu fyrir Árborg eingöngu en Árnessýsla utan Árborgar var talin sem ein heild. Í Árnessýslu utan Árborgar er fylgi Sjálfstæðisflokksins undir 50%. Fréttamaður Sunnlenska gefur sér útfrá þessu þá undarlegu niðurstöðu að meirihlutar Sjálfstæðismanna í Hveragerði og Ölfusi séu fallnir. Hvernig hægt er að gefa sér þessa niðurstöðu og birta í víðlesnu blaði er í besta falli óskiljanlegt. Í lok fréttarinnar er síðan gefið út að ekki hafi náðst að vinna úr könnunninni áður en blaðið fór í prentun og bíður úrvinnslan næsta blaðs! Af hvaða hvötum er þessi frétt sett algjörlega hrá og kolröng í blaðið? Lesendur Sunnlenska sem margir hverjir hafa haldið tryggð við blaðið í gegnum þykkt og þunnt eiga betra skilið en vitleysu eins og þá sem birtist í blaðinu þessa vikuna.
Comments:
Skrifa ummæli