27. janúar 2010
Fór í morgun yfir lög um póstþjónustu í framhaldi af ítrekuðum kvörtunum sem berast mér til eyrna vegna þjónustu Íslandspósts hér í Hveragerði. Það er alltof algengt að bréf séu að berast röngum viðtakenda eða að póstur sé hreinlega ekki borinn út alla daga vikunnar. Það hefur mikið breyst frá því að pósturinn var flokkaður hér í Hveragerði af heimamönnum sem þekktu til og þó að mistök hafi örugglega líka verið gerð á þeim tíma þá held ég að hægt sé að fullyrða að undanfarið hefur þjónustunni hrakað mjög. Ræddi málið við stjórnanda hjá Íslandspósti sem mun koma til fundar við mig og Sigurdísi á Upplýsingamiðstöðinni í næstu viku. Bind ég vonir við að hægt sé að ráða bót á þessum atriðum því í raun eru þau auðleysanleg ef vilji er fyrir hendi.
Starfshópur sem bæjarstjórn skipaði vegna fyrirhugaðrar yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaganna hittist í dag. Í honum sitja María, félagsamálastjóri, Unnur formaður velferðarnefndar auk mín. Fórum við vítt og breitt yfir þá þjónustu sem veitt er hér í dag og hvernig við sjáum málaflokknum verða best fyrir komið til framtíðar litið. Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni en á morgun er fundur með fulltrúum allra sveitarfélaganna á Suðurlandi þar sem farið verður ítarlega yfir málið. Markmið okkar sveitarstjórnarmanna hlýtur að vera að þjónusta við íbúana verði betri en hún er í dag en að því markmiði er unnið í öllum málaflokkum.
Í fréttum í dag boðaði ráðherra útboð vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar. Afar jákvætt útspil og eitt af því fáa góða sem ég hef lengi heyrt í fréttum. Með tvöfölduninni á kaflanum frá Hólmsá og að Litlu Kaffistofunni er gerðar ítrustu vegbætur á vegkafla sem verið hefur einn sá hættulegasti á leiðinni til Reykjavíkur. Með þessari framkvæmd er þá vegurinn orðinn annað þrjár eða fjórar akreinar að mestu leyti hingað til Hveragerðis og þá er einungis eftir erfiður kafli á há heiðinni. Við munum eftir sem áður kalla eftur úrbótum á milli Hveragerðis og Selfoss enda sá vegur einn sá alhættulegast á Íslandi í dag.
Háspennustrengur fór í sundur við leikskólann Undraland síðdegis og olli það því að rafmagn fór af stórum hluta bæjarins uppúr kl. 16 og komst ekki aftur á að fullu fyrr en í kvöld. Hita- og heitavatnslaust varð einnig á sömu svæðum þar sem rafmagn fór af kyndistöðinni stóru sem staðsett er í áhaldahúsinu. Sérkennilegt ástand þegar rafmagnsleysi varir þetta lengi enda allir löngu orðnir vanir þeim sjálfsögðu þægindum sem rafmagnið er. Aftur á móti er full ástæða til að spyrja hvort ekki sé eðlilegt að stóra kyndistöðin sem sér megninu af bænum fyrir heitu vatni eigi ekki að vera búin vararafstöð til að koma í veg fyrir að hitalaust verði þegar rafmagnið fer af. Svona langt hitaleysi hefði orðið mjög erfitt ef það hefði orðið í fimbulkulda og roki sem einhvern tíma hefði verið eðlilegra veðurfar í janúar heldur en vorblíðan sem ríkir þessa dagana.
Starfshópur sem bæjarstjórn skipaði vegna fyrirhugaðrar yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaganna hittist í dag. Í honum sitja María, félagsamálastjóri, Unnur formaður velferðarnefndar auk mín. Fórum við vítt og breitt yfir þá þjónustu sem veitt er hér í dag og hvernig við sjáum málaflokknum verða best fyrir komið til framtíðar litið. Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni en á morgun er fundur með fulltrúum allra sveitarfélaganna á Suðurlandi þar sem farið verður ítarlega yfir málið. Markmið okkar sveitarstjórnarmanna hlýtur að vera að þjónusta við íbúana verði betri en hún er í dag en að því markmiði er unnið í öllum málaflokkum.
Í fréttum í dag boðaði ráðherra útboð vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar. Afar jákvætt útspil og eitt af því fáa góða sem ég hef lengi heyrt í fréttum. Með tvöfölduninni á kaflanum frá Hólmsá og að Litlu Kaffistofunni er gerðar ítrustu vegbætur á vegkafla sem verið hefur einn sá hættulegasti á leiðinni til Reykjavíkur. Með þessari framkvæmd er þá vegurinn orðinn annað þrjár eða fjórar akreinar að mestu leyti hingað til Hveragerðis og þá er einungis eftir erfiður kafli á há heiðinni. Við munum eftir sem áður kalla eftur úrbótum á milli Hveragerðis og Selfoss enda sá vegur einn sá alhættulegast á Íslandi í dag.
Háspennustrengur fór í sundur við leikskólann Undraland síðdegis og olli það því að rafmagn fór af stórum hluta bæjarins uppúr kl. 16 og komst ekki aftur á að fullu fyrr en í kvöld. Hita- og heitavatnslaust varð einnig á sömu svæðum þar sem rafmagn fór af kyndistöðinni stóru sem staðsett er í áhaldahúsinu. Sérkennilegt ástand þegar rafmagnsleysi varir þetta lengi enda allir löngu orðnir vanir þeim sjálfsögðu þægindum sem rafmagnið er. Aftur á móti er full ástæða til að spyrja hvort ekki sé eðlilegt að stóra kyndistöðin sem sér megninu af bænum fyrir heitu vatni eigi ekki að vera búin vararafstöð til að koma í veg fyrir að hitalaust verði þegar rafmagnið fer af. Svona langt hitaleysi hefði orðið mjög erfitt ef það hefði orðið í fimbulkulda og roki sem einhvern tíma hefði verið eðlilegra veðurfar í janúar heldur en vorblíðan sem ríkir þessa dagana.
Comments:
Skrifa ummæli