7. janúar 2010
Þá er loksins komið að því að gert verði við húsið eftir jarðskjálftann 2008. Okkur hefur vaxið þetta mjög í augum enda þarf að hálftæma húsið og flytja út í einhvern tíma. Þetta er þó löngu tímabært enda gengur ekki að hafa eldhúsloftið allt sprungið, burðar og herbergisveggi líka, eldhúsinnréttinguna lausa frá og brotna og gólfin eru líka orðin grunsamleg enda greinilega kominn raki undir gólfefni. Því verða þau tekin í gegn á sama tíma. Heilmikið verk framundan og nú byrjum við að pakka niður !
Í dag var rólegheita bæjarráðsfundur sem tók ekki nema um 30 mínútur. Núna er Herdís Þórðar komin í bæjarráð í stað Róberts Hlöðverssonar þannig að Guðmundur Þór var einn í kvennafansi í morgun. Spurning hvernig slíkt fellur að jafnréttisáætlun bæjarins ?
Annars voru ekki mörg afgerandi mál fyrir bæjarráði en þó var ákveðið að leita tilboða í Borgarheiði 3v sem er eign sem bærinn eignaðist í kjölfar jarðskjálftans. Svolítið gaman að því að bæði ég og Unnur Þormóðs sem situr í bæjarráði höfum áður átt þetta sama hús. Reyndar get ég bætt um betur því Inga Lóa vinkona átti það á eftir Unni. Merkilegt...
Í dag var rólegheita bæjarráðsfundur sem tók ekki nema um 30 mínútur. Núna er Herdís Þórðar komin í bæjarráð í stað Róberts Hlöðverssonar þannig að Guðmundur Þór var einn í kvennafansi í morgun. Spurning hvernig slíkt fellur að jafnréttisáætlun bæjarins ?
Annars voru ekki mörg afgerandi mál fyrir bæjarráði en þó var ákveðið að leita tilboða í Borgarheiði 3v sem er eign sem bærinn eignaðist í kjölfar jarðskjálftans. Svolítið gaman að því að bæði ég og Unnur Þormóðs sem situr í bæjarráði höfum áður átt þetta sama hús. Reyndar get ég bætt um betur því Inga Lóa vinkona átti það á eftir Unni. Merkilegt...
Comments:
Skrifa ummæli