11. janúar 2010
Allt í einu er komið hið mesta blíðskaparveður og yndislegt að vera úti. Fór í sund áðan og það var enn einu sinni ótrúlega fjölmennt í og við laugina. Það fjölgar sífellt í hlaupahópnum sem leggur af stað frá sundlauginni þrisvar í viku kl.18. Þar finna allir hlaupafélaga við hæfi og mér skilst að þetta sé ótrúlega skemmtilegt. Betri helmingurinn er farinn að mæta og þess vegna veit ég hvað þetta er góður hópur. Rétt á eftir hlaupahópnum rann Boot camp hópurinn á harðaspretti niður brekkuna þannig að samtals hlupu yfir 40 manns frá sundlauginni kl. 18 í dag. Við sem erum í lauginni á þessum tíma, skemmtum okkur við að giska á hver er hvað útfrá hlaupastílnum. Það gengur vægast sagt illa ;-)
Mér taldist til að í húsinu og í lauginni um kl. 18 hefðu verið um 90 manns. Það er hreint ótrúlegur fjöldi í ekki stærra bæjarfélagi. Það skemmtilega er að þetta er ekki átak sem er að hefjast nú í janúar heldur hefur þessu hópur einfaldleda sífellt farið stækkandi í vetur.
Í dag var gengið frá umsókn til Lánasjóðs sveitarfélaga vegna lánafyrirgreiðslu á árinu. Í umsókninni þarf að rökstyðja ítarlega til hvers lánið er ætlað en í ár verða framkvæmdir með minnsta móti og allar frekar smáar í sniðum. Ekki annað hægt þetta árið... Skrifaði einnig grein um fjármál í Hverafuglinn sem er blað sem Bryndís Sigurðardóttir gefur út hér í Hveragerði. Eftir hádegi hittum við Elfa og Guðmundur, Sigurð í Feng, og skoðuðum að fundi loknum húsakynni fyrirtækisins í Entek húsinu svokallaða. Þar geta hestamenn nú keypti spæni/undirburð undir hross á helmingi lægra verði en innflutta efnið er selt á. Ég gat ekki betur séð á Guðmundi sem hefur klárlega meira vit á undirburði en ég að þetta væri fyrirtaks efni.
Stuttur fundur í framkvæmdaráði Almannavarna í Árnessýslu síðdegis en þar er nú verið að leggja lokahönd á áhættumat fyrir sýsluna. Í kvöld var síðan meirihlutafundur venju samkvæmt þar sem farið var yfir þau mál sem afgreiða þarf á bæjarstjórnarfundinum á fimmtudaginn.
Mér taldist til að í húsinu og í lauginni um kl. 18 hefðu verið um 90 manns. Það er hreint ótrúlegur fjöldi í ekki stærra bæjarfélagi. Það skemmtilega er að þetta er ekki átak sem er að hefjast nú í janúar heldur hefur þessu hópur einfaldleda sífellt farið stækkandi í vetur.
Í dag var gengið frá umsókn til Lánasjóðs sveitarfélaga vegna lánafyrirgreiðslu á árinu. Í umsókninni þarf að rökstyðja ítarlega til hvers lánið er ætlað en í ár verða framkvæmdir með minnsta móti og allar frekar smáar í sniðum. Ekki annað hægt þetta árið... Skrifaði einnig grein um fjármál í Hverafuglinn sem er blað sem Bryndís Sigurðardóttir gefur út hér í Hveragerði. Eftir hádegi hittum við Elfa og Guðmundur, Sigurð í Feng, og skoðuðum að fundi loknum húsakynni fyrirtækisins í Entek húsinu svokallaða. Þar geta hestamenn nú keypti spæni/undirburð undir hross á helmingi lægra verði en innflutta efnið er selt á. Ég gat ekki betur séð á Guðmundi sem hefur klárlega meira vit á undirburði en ég að þetta væri fyrirtaks efni.
Stuttur fundur í framkvæmdaráði Almannavarna í Árnessýslu síðdegis en þar er nú verið að leggja lokahönd á áhættumat fyrir sýsluna. Í kvöld var síðan meirihlutafundur venju samkvæmt þar sem farið var yfir þau mál sem afgreiða þarf á bæjarstjórnarfundinum á fimmtudaginn.
Comments:
Skrifa ummæli