1. nóvember 2009
Kjördæmisþing Sjálfstæðismanna var haldið í Vestmannaeyjum um helgina. Grímur Gíslason úr Eyjum er nýr formaður en Sigurður Valur Ásbjarnarsson, hætti eftir tíu ár í embætti. Dágóður tími það enda er hann óumdeildur leiðtogi hópsins. Ég hef verið varaformaður stjórnarinnar undanfarin ár en ákvað að hætta núna enda er þetta orðið gott. Fullt af nýju öflugu fólki komið í stjórnina sem án vafa á eftir að setja mark sitt á starf okkar næstu árin. Fór með Herjólfi á laugardagsmorgninum og heim aftur með fyrri ferðinni í dag sunnudag. Fullt af sjóveiku fólki í laugardagsferðinni enda var búið að vera ansi mikið rok daginn áður, það hlýtur að vera erfitt að vera háður svona ferðamáta, ekki skrýtið þó beðið sé með eftirvæntingu eftir Landeyjahöfninni.
Comments:
Skrifa ummæli