18. nóvember 2009
Í dag var tæknin nýtt til hins ítrasta með tveimur fjarfundum í gegnum tölvu þar sem aðilar yfirtóku tölvuskjáinn minn og sýndu gögnin sín þar á meðan samskiptin fóru að öðru leyti í gegnum síma. Ótrúlega sniðugt og sparar bæði tíma og peninga. Það fer að líða að því að maður þurfi aldrei að stíga uppúr stólnum því allt getur farið fram í gegnum tölvuna. Eins eru símafundir hrein snilld en þar getur maður hóað saman hópi fólks og farið yfir ákveðin mál án þess að eyða tíma í akstur milli staða. Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðismanna sem skipuð er aðilum frá Reykjanesi og austur á Höfn nýtir þetta fundaform til dæmis svo til eingöngu. Að öðrum kosti væri svo til vonlaust að ná stjórninni saman til fundar. Við í meirihlutanum notum þetta líka stundum þegar taka þarf ákvarðanir með stuttum fyrirvara eða upplýsa um einhver mál. Miklu fljótlegra heldur en að hringja í hvern og einn.
Eftir hádegi var fundur með forsvarsmönnum Búmanna en þar er nú unnið hörðum höndum að því að klára fyrstu þrjá áfanga nýja Búmannahverfisins en í þeim eru 26 íbúðir. Ennfremur verður lóðin fullkláruð semog bílakjallarinn og samkomuhúsið í miðju svæðisins. Aðrar byggingar á svæðinu verða fullkláraðar að utan en innréttaðar þegar betur árar í þjóðfélaginu.
Við Helga hittum endurskoðendur bæjarins í dag en nú er endurskoðun að hefjast jafnframt sem unnið er að fjárhagsáætlun.
Í kvöld hittumst við stelpurnar í vinnunni hjá Kötu, fyrrverandi samstarfskonu okkar. Nú erum við miklu fróðari um heilsudrykki, kjarnaolíur og ýmislegt sem snýr að betri heilsu og líðan en hún er að læra um allt um þessi mál. Skemmtilegt kvöld í góðum hópi. Spurning hvort við hættum okkur í grænu heilsudrykkina og hvað þá leirdrykkina í bráð ;-)
Eftir hádegi var fundur með forsvarsmönnum Búmanna en þar er nú unnið hörðum höndum að því að klára fyrstu þrjá áfanga nýja Búmannahverfisins en í þeim eru 26 íbúðir. Ennfremur verður lóðin fullkláruð semog bílakjallarinn og samkomuhúsið í miðju svæðisins. Aðrar byggingar á svæðinu verða fullkláraðar að utan en innréttaðar þegar betur árar í þjóðfélaginu.
Við Helga hittum endurskoðendur bæjarins í dag en nú er endurskoðun að hefjast jafnframt sem unnið er að fjárhagsáætlun.
Í kvöld hittumst við stelpurnar í vinnunni hjá Kötu, fyrrverandi samstarfskonu okkar. Nú erum við miklu fróðari um heilsudrykki, kjarnaolíur og ýmislegt sem snýr að betri heilsu og líðan en hún er að læra um allt um þessi mál. Skemmtilegt kvöld í góðum hópi. Spurning hvort við hættum okkur í grænu heilsudrykkina og hvað þá leirdrykkina í bráð ;-)
Comments:
Skrifa ummæli