19. nóvember 2009
Bæjarráðsfundur í morgun þar sem tekjuforsendur ársins 2010 voru meðal annars samþykktar. Það er okkur mikið kappsmál að reyna eins og hægt er að halda gjöldum eins hagstæðum og hægt er og teljum við að þokkalega hafi tekist til þrátt fyrir slæmt fjárhagslegt árferði sem er öllum erfitt. Engin breyting verður á álagningu fasteignagjalda þannig að fasteignamatið sem breyttist í sumar ræður því hvort húseigendur greiða meira eða minna í fasteignagjöld. Allir Hvergerðingar ættu nú að kannast við umræðuna um sorphirðu og urðunargjöld en ákveðið var í morgun að þessi gjöld yrðu samanlagt 24.000 á heimili. Leikskólagjöldin hækka um 5% en korterin og tíminn milli 16 og 17 þó meira. Með þessu móti er hækkunum á hinn breiða hóp haldið í skefjum en aukaþjónustan verðlögð með öðrum hætti. Rétt er þó að halda til haga að verðlag hefur hækkað um rúm 32% frá því leikskólagjöldin voru síðast hækkuð. Ég hvet alla til að skoða fundargerð bæjarráðs og kynna sér þær breytingar sem samþykktar voru í morgun. Tekjuforsendur voru samþykktar með þeim fyrirvara að þær gætu breyst þegar fjárhagsáætlunarvinnan kemst á lokastig.
Bæjarráð samþykkti einnig í morgun að öllum bæjarbúum yrðu færðar körfur undir lífrænan úrgang ásamt maíspokum til að hafa í eldhúsinu. Útboð öryggismyndavéla er komið í ákveðinn farveg og bæjarfélagið mun leysa til sín lóðirnar að Varmahlíð 17 og Breiðumörk 26 en á þeim eru altjónuð hús vegna jarðskjálftans.
Í dag fór þónokkur tími í að ræða við ýmsa aðila vegna framhaldsaðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn verður á morgun. Þar á að reyna að klára fundinn sem frestað var á Höfn í október. Ef raunverulegur vilji er fyrir hendi þá er hægt að ná lendingu í þeim málum sem þar standa útaf og vona ég að það verði raunin.
Í kvöld hitti bæjarráð slökkvilið Hveragerðisbæjar á ágætum fundi þar sem farið var vítt og breitt yfir stöðu mála nú þegar Ölfusingar hætta þátttöku í slökkviliðinu hér. Þeir hafa greitt 35% af rekstrarkostnaði en útköll hafa verið miklu mun fleiri á þeirra svæði heldur en það hlutfall gefur til kynna. Það er mikilvægt í framhaldinu að sérþekking liðsins hér verði nýtt áfram og þá er sérstaklega horft til klippivinnu í slysum á Suðurlandsveginum. Þar getur hver mínúta skipt sköpum og því mikilvægt að það lið sem er næst sé kallað út í slysin. Hef trú á því að forsvarsmenn Brunavarna átti sig á þeirri nauðsyn sem slíkur samningur er eigi að tryggja vegfarendum öryggi.
Bæjarráð samþykkti einnig í morgun að öllum bæjarbúum yrðu færðar körfur undir lífrænan úrgang ásamt maíspokum til að hafa í eldhúsinu. Útboð öryggismyndavéla er komið í ákveðinn farveg og bæjarfélagið mun leysa til sín lóðirnar að Varmahlíð 17 og Breiðumörk 26 en á þeim eru altjónuð hús vegna jarðskjálftans.
Í dag fór þónokkur tími í að ræða við ýmsa aðila vegna framhaldsaðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn verður á morgun. Þar á að reyna að klára fundinn sem frestað var á Höfn í október. Ef raunverulegur vilji er fyrir hendi þá er hægt að ná lendingu í þeim málum sem þar standa útaf og vona ég að það verði raunin.
Í kvöld hitti bæjarráð slökkvilið Hveragerðisbæjar á ágætum fundi þar sem farið var vítt og breitt yfir stöðu mála nú þegar Ölfusingar hætta þátttöku í slökkviliðinu hér. Þeir hafa greitt 35% af rekstrarkostnaði en útköll hafa verið miklu mun fleiri á þeirra svæði heldur en það hlutfall gefur til kynna. Það er mikilvægt í framhaldinu að sérþekking liðsins hér verði nýtt áfram og þá er sérstaklega horft til klippivinnu í slysum á Suðurlandsveginum. Þar getur hver mínúta skipt sköpum og því mikilvægt að það lið sem er næst sé kallað út í slysin. Hef trú á því að forsvarsmenn Brunavarna átti sig á þeirri nauðsyn sem slíkur samningur er eigi að tryggja vegfarendum öryggi.
Comments:
Skrifa ummæli