21. október 2009
Suma daga eru fundir frá morgni til kvölds ...
... og þessi dagur var einn af þeim.
Byrjaði daginn á því að koma við í bakaríinu til að redda veitingum á fyrsta fund dagsins kl. 8:30. Í leiðinni tékkaði ég á því að kringlan sem senda átti til starfsmanna Óskalands í tilefni af verðlaununum sem þau hlutu í gær myndi örugglega skila sér. Auðvitað hefði ég ekki þurft að hafa áhyggjur af því svoleiðis klikkar aldrei í bakaríinu! Hefði viljað heimsækja leikskólann í dag en það verður að bíða betri tíma. Ég segi þau því á Óskalandi er nú starfandi fyrsti karlmaðurinn sem starfar í leikskólum hér í bæ. Ágúst Örlaugur Magnússon, fótboltaþjálfari með meiru, hefur verið ráðinn til Óskalands og lýst okkur öllum afskaplega vel á þá ráðningu. Nauðsynlegt að bæði kynin vinni á uppeldsistofnunum, það gefur starfinu annan blæ.
En forystumenn sveitarfélaga í Árnessýslu mættu hingað snemma morguns til skrafs og ráðagerða. Þessi hópur hefur ákveðið að bera saman bækur sínar reglulega en við teljum að sýslan sé vettvangur þar sem okkur ber að vinna betur saman að hinum ýmsu málum. Þessir fundir eru upphafið að því.
Fyrir hádegi fórum við Guðmundur til fundar við fulltrúa Orkuveitunnar að ræða málefni hitaveitunnar. Fundurinn var hreinskiptinn og góður en ákveðið var að hittast fljótlega aftur og reyna þá að færast nær lausn.
Fór beint af fundinum hjá OR niður á Grand hótel þar sem ráðstefna var haldin um sorp og úrgangsmál. Það er með ólíkindum hvað sá málaflokkur er skyndilega orðinn viðamikill og tímafrekur. Áhugaverðir fyrirlestrar en ég skal fúslega játa að seinni helming ráðstefnunnar nýtti ég ásamt fleirum til viðræðna um þá stöðu sem við stöndum frammi fyrir Sunnlendingar varðandi urðun þegar urðunarstaðurinn að Kirkjuferju lokar 1.desember.
Varð að yfirgefa ráðstefnuna áður en henni lauk þar sem bæjarstjórnarfundur hófst hér fyrir austan kl. 17. Þar var endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 samþykkt. Enn og aftur er það verðlagsþróun sem setur stærsta strikið í reikninginn en fjármagnsgjöld fara um 40 milljónum fram úr áætlun og við því þurfti að bregðast. Handbært fé frá rekstri er aftur á móti jákvætt um sem nemur rúmum 50 milljónum en það ætti auðvitað að vera hærra. Ástandið í efnahagsmálum er aftur á móti með þeim hætti að það er yfirleitt gott að vera með jákvætthandbært fé frá rekstri. Það er ekki staðan alls staðar. Fundurinn fór fram í sátt og samlyndi allra bæjarfulltrúa þó að minnihlutinn hafi setið hjá við afgreiðsluna. Það er eðlilegt núna þegar fer að nálgast kosningar.
Náði nokkrum mínútum heima áður en ég fór á aðalfund Foreldrafélags Grunnskólans sem haldinn var í kvöld. Góður fundur þar sem jákvæðni ríkti í garð skólans og starfsmanna hans. Ég dáist að þeim fjölmörgu einstaklingum sem gefa sig í félagsstarf og sjálfboðavinnu í hinum ýmsu félögum hér í bæ. Félagsstarf er líflegt og ótrúlega mikið um að vera og því er mikilvægt að helst allir íbúar gefi örlítið af tíma sínum í þágu samfélagsins og taki þátt í starfi einhvers af þeim fjölmörgu félögum sem hér starfa.
Þegar ég kom heim biðu mín skilaboð frá "Íslandi í bítið" en þar verð ég í viðtali í fyrramálið vegna hugmynda okkar hér í Hveragerði um uppsetningu eftirlitsmyndavéla við innkeyrslur í bæjarfélagið. Þau áform hafa hlotið verðskuldaða athygli.
... og þessi dagur var einn af þeim.
Byrjaði daginn á því að koma við í bakaríinu til að redda veitingum á fyrsta fund dagsins kl. 8:30. Í leiðinni tékkaði ég á því að kringlan sem senda átti til starfsmanna Óskalands í tilefni af verðlaununum sem þau hlutu í gær myndi örugglega skila sér. Auðvitað hefði ég ekki þurft að hafa áhyggjur af því svoleiðis klikkar aldrei í bakaríinu! Hefði viljað heimsækja leikskólann í dag en það verður að bíða betri tíma. Ég segi þau því á Óskalandi er nú starfandi fyrsti karlmaðurinn sem starfar í leikskólum hér í bæ. Ágúst Örlaugur Magnússon, fótboltaþjálfari með meiru, hefur verið ráðinn til Óskalands og lýst okkur öllum afskaplega vel á þá ráðningu. Nauðsynlegt að bæði kynin vinni á uppeldsistofnunum, það gefur starfinu annan blæ.
En forystumenn sveitarfélaga í Árnessýslu mættu hingað snemma morguns til skrafs og ráðagerða. Þessi hópur hefur ákveðið að bera saman bækur sínar reglulega en við teljum að sýslan sé vettvangur þar sem okkur ber að vinna betur saman að hinum ýmsu málum. Þessir fundir eru upphafið að því.
Fyrir hádegi fórum við Guðmundur til fundar við fulltrúa Orkuveitunnar að ræða málefni hitaveitunnar. Fundurinn var hreinskiptinn og góður en ákveðið var að hittast fljótlega aftur og reyna þá að færast nær lausn.
Fór beint af fundinum hjá OR niður á Grand hótel þar sem ráðstefna var haldin um sorp og úrgangsmál. Það er með ólíkindum hvað sá málaflokkur er skyndilega orðinn viðamikill og tímafrekur. Áhugaverðir fyrirlestrar en ég skal fúslega játa að seinni helming ráðstefnunnar nýtti ég ásamt fleirum til viðræðna um þá stöðu sem við stöndum frammi fyrir Sunnlendingar varðandi urðun þegar urðunarstaðurinn að Kirkjuferju lokar 1.desember.
Varð að yfirgefa ráðstefnuna áður en henni lauk þar sem bæjarstjórnarfundur hófst hér fyrir austan kl. 17. Þar var endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 samþykkt. Enn og aftur er það verðlagsþróun sem setur stærsta strikið í reikninginn en fjármagnsgjöld fara um 40 milljónum fram úr áætlun og við því þurfti að bregðast. Handbært fé frá rekstri er aftur á móti jákvætt um sem nemur rúmum 50 milljónum en það ætti auðvitað að vera hærra. Ástandið í efnahagsmálum er aftur á móti með þeim hætti að það er yfirleitt gott að vera með jákvætthandbært fé frá rekstri. Það er ekki staðan alls staðar. Fundurinn fór fram í sátt og samlyndi allra bæjarfulltrúa þó að minnihlutinn hafi setið hjá við afgreiðsluna. Það er eðlilegt núna þegar fer að nálgast kosningar.
Náði nokkrum mínútum heima áður en ég fór á aðalfund Foreldrafélags Grunnskólans sem haldinn var í kvöld. Góður fundur þar sem jákvæðni ríkti í garð skólans og starfsmanna hans. Ég dáist að þeim fjölmörgu einstaklingum sem gefa sig í félagsstarf og sjálfboðavinnu í hinum ýmsu félögum hér í bæ. Félagsstarf er líflegt og ótrúlega mikið um að vera og því er mikilvægt að helst allir íbúar gefi örlítið af tíma sínum í þágu samfélagsins og taki þátt í starfi einhvers af þeim fjölmörgu félögum sem hér starfa.
Þegar ég kom heim biðu mín skilaboð frá "Íslandi í bítið" en þar verð ég í viðtali í fyrramálið vegna hugmynda okkar hér í Hveragerði um uppsetningu eftirlitsmyndavéla við innkeyrslur í bæjarfélagið. Þau áform hafa hlotið verðskuldaða athygli.
Comments:
Skrifa ummæli