13. október 2009
Stundum dreplangar mig til að skrifa óralöng blogg um hin ýmsu þjóðþrifamál en það gefst því miður lítill tími til svoleiðis spekuleringa í amstri dagsins. Get þó glatt ykkur með því að þessar greinar eru allar vel faldar í hugskotinu þannig að það er aldrei að vita nema að þær rati á "blað"....
Fundir með stjórnendum leikskóla og grunnskóla í morgun þar sem farið var yfir endurskoðaða fjárhagsáætlun. Kláraði fundargerð bæjarráðsfundarins í fyrramálið áður en ég flaug norður á fund í starfshópi um endurskoðun Upplýsingamiðstöðva og markaðsstofanna. Góður fundur og gagnlegur en Ólöf Ýr Atladóttir, ferðamálastjóri, sat fundinn. Hún var á svipuðum tíma og ég í MA ásamt því að vera þremenningur við Lárus þannig að við þekkjumst ágætlega.
Skrapp á skrifstofuna eftir að heim var komið til að lagfæra fundargerðina þannig að nú er ég á leið heim rétt fyrir klukkan 22 til að kanna hvort ekki sé til kvöldmatur ;-)
Fundir með stjórnendum leikskóla og grunnskóla í morgun þar sem farið var yfir endurskoðaða fjárhagsáætlun. Kláraði fundargerð bæjarráðsfundarins í fyrramálið áður en ég flaug norður á fund í starfshópi um endurskoðun Upplýsingamiðstöðva og markaðsstofanna. Góður fundur og gagnlegur en Ólöf Ýr Atladóttir, ferðamálastjóri, sat fundinn. Hún var á svipuðum tíma og ég í MA ásamt því að vera þremenningur við Lárus þannig að við þekkjumst ágætlega.
Skrapp á skrifstofuna eftir að heim var komið til að lagfæra fundargerðina þannig að nú er ég á leið heim rétt fyrir klukkan 22 til að kanna hvort ekki sé til kvöldmatur ;-)