10. október 2009
Opið hús Sjálfstæðismanna í morgun. Gott spjall og skemmtilegt. Sérlega gaman að því að Árni Mathiessen skyldi líta við. Hann vinnur núna sem dýralæknir á Stuðlum og hefur gaman af. Heimsóknin varð styttri en hún hefði getað orðið því dýralæknirinn var kallaður út vegna bráðadoða og þá þýðir nú lítið að sitja yfir kaffibolla og pólitískum vangaveltum.
Ég stoppaði líka í styttra lagi því Albert og félagar áttu að vera mættir uppúr hálf eitt til Reykjavíkur að taka þátt í Íslandsmótinu í körfubolta. Það er skemmst frá því að segja að þau stóðu sig frábærlega þau, Albert, Skafti, Katrín, Sigurður Páll, Brandur, Vilhjálmur, Ágúst Logi, Magnús Baldvin, Stefán og Dagný Lísa. Liðið vann báða leiki sína með yfirburðum og stóð sig fantavel. Kæmi mér ekki á óvart að þau ynnu mótið en tveir leikir fara fram á morgun, við Val og ÍR. Á heimleiðinni lofaði ég Skafta að minnast á hann á blogginu og hér með hef ég gert það og líka á alla hina í liðinu ;-)
Þið eruð bara snillingar, krakkar....
Ég stoppaði líka í styttra lagi því Albert og félagar áttu að vera mættir uppúr hálf eitt til Reykjavíkur að taka þátt í Íslandsmótinu í körfubolta. Það er skemmst frá því að segja að þau stóðu sig frábærlega þau, Albert, Skafti, Katrín, Sigurður Páll, Brandur, Vilhjálmur, Ágúst Logi, Magnús Baldvin, Stefán og Dagný Lísa. Liðið vann báða leiki sína með yfirburðum og stóð sig fantavel. Kæmi mér ekki á óvart að þau ynnu mótið en tveir leikir fara fram á morgun, við Val og ÍR. Á heimleiðinni lofaði ég Skafta að minnast á hann á blogginu og hér með hef ég gert það og líka á alla hina í liðinu ;-)
Þið eruð bara snillingar, krakkar....