12. október 2009
Þónokkur vinna var fólgin í frágangi fundarboðs bæjarráðs í dag en fundurinn er á miðvikudag. Kláruðum minnisblöð vegna opnunartíma sundlaugar og öryggismála ásamt því að ganga frá endurskoðaðri fjárhagsáætlun. Hittum endurskoðendur bæjarins vegna ákveðinna mála sem verið er að skoða. Knútur Bruun kom í heimsókn og fórum við yfir málefni tengd Listasafni Árnesinga en nú nálgast haustfundur Héraðsnefndar en þá er ávallt farið yfir stöðu safnanna í Árnessýslu. Það er ljóst að ekki verður um aukaframlög til þeirra að ræða þetta árið og því er starfsemi þeirra þröngur stakkur skorinn enda hefur allur kostnaður hækkað verulega.
Í kvöld hitti meirihlutinn þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi til að kynna þeim sjónarmið Hvergerðinga varðandi Bitru virkjun. Áttum við langt og gott spjall sem ég vona að hafi skilað skilningi á þeim málstað sem við höfum haldið á lofti.
Í kvöld hitti meirihlutinn þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi til að kynna þeim sjónarmið Hvergerðinga varðandi Bitru virkjun. Áttum við langt og gott spjall sem ég vona að hafi skilað skilningi á þeim málstað sem við höfum haldið á lofti.