1. október 2009
Aukafundur bæjarstjórnar vegna Bitru kl. 8 í morgun. Fullkominn einhugur um andstöðu okkar við virkjana áformin sem aldrei geta orðið ásættanleg miðað við þær forsendur sem lagt er upp með. Bæjarráð strax á eftir þar sem helst bar til tíðinda að ákveðið var að taka upp 3. tunnu sorpflokkun strax þann 1. desember. Fá úrræði önnur eru í stöðunni þar sem urðunarstaðurinn í Kirkjuferju mun loka þann sama dag. Bæjarráð samþykkti líka að vísa til bæjarstjórnar endanlegum samningum um kaup bæjarins á skipulagsvinnu, rannsóknum og landi á Sólborgarsvæðinu svokallaða. Bæjarstjórn hefur metið málið þannig að hagsmunir bæjarbúa af því að leysa landið til sín séu miklu meiri en þær 62 milljónir sem greiða þarf fyrir. Í raun er eingöngu verið að leysa til sín þau verðmæti sem þarna hafa orðið til og með því eignast bærinn alla 80 hektarana sem þegar hafa verið skipulagðir sem byggingasvæði.
Strax eftir bæjarráðsfundinn funduðu fulltrúarnir með forsvarsmönnum fyrirtækis á sviði heilsutengdrar ferðaþjónustu sem mikið hefur verið í fréttum undanfarið. Það væri óeðlilegt ef ekki væri horft til Hveragerðisbæjar vegna þessarar uppbyggingar í ljósi þeirrar þekkingar sem hér hefur skapast á þessu sviði. Umhverfi bæjarins gefur okkur einnig visst forskot þegar kemur að því að laða hingað erlenda gesti.
Eftir hádegi fengum við góða heimsókn þegar stjórn Lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga kom í heimsókn til að kynna sér bæjarfélagið. Lífleg og skemmtileg heimsókn enda þekki ég persónulega flesta þá sem í stjórninni sitja. Dágóður tími fór í það síðdegis að svara tölvupóstum og símtölum enda lítið verið setið framan við tölvu undanfarið.
Strax eftir bæjarráðsfundinn funduðu fulltrúarnir með forsvarsmönnum fyrirtækis á sviði heilsutengdrar ferðaþjónustu sem mikið hefur verið í fréttum undanfarið. Það væri óeðlilegt ef ekki væri horft til Hveragerðisbæjar vegna þessarar uppbyggingar í ljósi þeirrar þekkingar sem hér hefur skapast á þessu sviði. Umhverfi bæjarins gefur okkur einnig visst forskot þegar kemur að því að laða hingað erlenda gesti.
Eftir hádegi fengum við góða heimsókn þegar stjórn Lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga kom í heimsókn til að kynna sér bæjarfélagið. Lífleg og skemmtileg heimsókn enda þekki ég persónulega flesta þá sem í stjórninni sitja. Dágóður tími fór í það síðdegis að svara tölvupóstum og símtölum enda lítið verið setið framan við tölvu undanfarið.
Comments:
Skrifa ummæli