21. september 2009
Við Helga skrifstofustjóri eyddum lunganum úr deginum í að fara yfir stöðuna í rekstri bæjarins. Stefnt er að endurskoðun fjárhagsáætlunar á fundi bæjarstjórnar í október en þrátt fyrir ítrasta aðhald þá sýnist okkur þurfa að bæta í fjárheimildir sumra stofnana. Slíkt er samt illa gerlegt því tekjur bæjarins eru ekki að hækkka í neinu samræmi við verðlagsþróun og útgjaldaaukningu. Það sem þó kemur hvað verst niður á rekstrarniðurstöðunni er hækkun vísitölunnar en Hveragerðisbær er með allar skuldir sínar verðtryggðar í íslenskum krónum. Það er okkur þó hagfellt að hafa ekki tekið lán í erlendum myntum en greiðslubyrði þeirra er þeim sem þau tóku erfiður ljár í þúfu. Það er afar mikilvægt að ríkisstjórnin taki nú af skarið og kynni þær lausnir sem hún hefur hugsað sér til handa þeim hafa þurft að taka á sig stór aukna greiðslubyrði vegna verðbólgu og gengisþróunar undangenginna mánaða. Ég hef sagt það áður að besta leiðin sé sú sem Tryggvi Þór Herbertsson hefur kynnt og Framsóknarflokkurinn einnig um 20% niðurfellingu skulda, má líka kalla þetta aðlögun verðlagsþróunar ef fólki líður betur með það. En aðgerðaleysið er orðið æpandi og á meðan minnkar eigið fé einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga þannig flestir enda tæknilega gjaldþrota verði ekkert að gert.
--------------------------
Heilmikill gestagangur um helgina en það er alltaf gaman að því. Dagný og Haukur fengu að gista en það þykir okkur öllum svo skemmtilegt. Fórum síðan út í rigninguna á sunnudagsmorgun til að týna lauf, ber og nýpur og afrakstur dagsins urðu tveir flottir kransar. Þetta er annar þeirra og já vel að merkja við vorum ferlega ánægð með okkur þegar við hengdum þá upp ;-)
Fyrsta messa tilvonandi fermingardrengsins var á sunnudeginum svo nú er fermingarundirbúningur unga mannsins formlega hafinn! Þetta er yndislegur og gefandi tími. Nú verðum við að sækja messur reglulega og við höfum bara gott af því!
--------------------------
Heilmikill gestagangur um helgina en það er alltaf gaman að því. Dagný og Haukur fengu að gista en það þykir okkur öllum svo skemmtilegt. Fórum síðan út í rigninguna á sunnudagsmorgun til að týna lauf, ber og nýpur og afrakstur dagsins urðu tveir flottir kransar. Þetta er annar þeirra og já vel að merkja við vorum ferlega ánægð með okkur þegar við hengdum þá upp ;-)
Fyrsta messa tilvonandi fermingardrengsins var á sunnudeginum svo nú er fermingarundirbúningur unga mannsins formlega hafinn! Þetta er yndislegur og gefandi tími. Nú verðum við að sækja messur reglulega og við höfum bara gott af því!
Comments:
Skrifa ummæli