16. september 2009
Miðvikudagur ...
Ræddi við Hannes Kristmundsson sem nýverið var í sambandi við fjölmiðlafulltrúa Samgönguráðuneytisins vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar. Fékk Hannes afar skýr skilaboð um að Suðurlandsvegur yrði fyrsta framkvæmdin sem ráðist yrði í þegar fjármagn frá lífeyrissjóðunum er tryggt. Í sjónvarpsviðtali í sumar sagði ráðherra að framkvæmdir færu í gang í október. Við hér fyrir austan fjall treystum því að staðið verði við það loforð.
------------------
Við Helga fórum í dag yfir ýmsa þá fjármögnunarmöguleika sem bæjarfélaginu standa til boða en nú eru viðræður í gangi við Eyktarmenn um skil á Sólborgarlandinu en áður en hægt er að ganga frá þeim samningi verður að hafa fjármögnun á hreinu.
-------------------
Guðmundur Baldursson færði mér góðar fréttir varðandi mjúkhýsið en þar eru ákveðnir möguleikar á lækkun framkvæmdakostnaðar með breyttum aðferðum við byggingu hússins. Verkfræðingur sem ýtarlega hefur kynnt sér þetta byggingaform kom fram með þetta sjónarmið sem felst í því að nýta sérstöðu hússins til hins ýtrast þegar kemur að jarðvegsvinnu og grundun en þannig væri hugsanlega hægt að spara umtalsverða fjármuni. Ætlum fljótlega að taka prufuholur á svæðinu til að kanna aðstæður á staðnum.
-----------------
Kláraði fundargerð bæjarráðs fyrir morgunfund í fyrramálið, svaraði tölvupóstum og símtölum áður en ég fór í sund síðdegis.
------------------------
Við Albert lærðum síðan heilmikið bæði í dönsku og íslensku í kvöld og að því loknu las ég yfir ritgerð dótturinnar um plötnuval í beðum. Laufey Sif stundar nú nám á Hvanneyri í Umhverfisskipulagi en hún og Elli hafa komið sér vel fyrir í Borgarnesi. Gaman að því að báðar dæturnar skuli núna búa í Borgarfirðinum en Rakel og Guðjón stunda nám á Bifröst.
------------------------
Ég er svo stolt af systkinum mínum og því hversu vel gengur hjá Kjörís!
Ísdagurinn 2009 var ótrúlega vel lukkaður eins og best má sjá á þessu myndbandi. Hér eru líka fjölmargar myndir sem gaman er að skoða.
Engin spurning þið eruð bara best ;-)
Ræddi við Hannes Kristmundsson sem nýverið var í sambandi við fjölmiðlafulltrúa Samgönguráðuneytisins vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar. Fékk Hannes afar skýr skilaboð um að Suðurlandsvegur yrði fyrsta framkvæmdin sem ráðist yrði í þegar fjármagn frá lífeyrissjóðunum er tryggt. Í sjónvarpsviðtali í sumar sagði ráðherra að framkvæmdir færu í gang í október. Við hér fyrir austan fjall treystum því að staðið verði við það loforð.
------------------
Við Helga fórum í dag yfir ýmsa þá fjármögnunarmöguleika sem bæjarfélaginu standa til boða en nú eru viðræður í gangi við Eyktarmenn um skil á Sólborgarlandinu en áður en hægt er að ganga frá þeim samningi verður að hafa fjármögnun á hreinu.
-------------------
Guðmundur Baldursson færði mér góðar fréttir varðandi mjúkhýsið en þar eru ákveðnir möguleikar á lækkun framkvæmdakostnaðar með breyttum aðferðum við byggingu hússins. Verkfræðingur sem ýtarlega hefur kynnt sér þetta byggingaform kom fram með þetta sjónarmið sem felst í því að nýta sérstöðu hússins til hins ýtrast þegar kemur að jarðvegsvinnu og grundun en þannig væri hugsanlega hægt að spara umtalsverða fjármuni. Ætlum fljótlega að taka prufuholur á svæðinu til að kanna aðstæður á staðnum.
-----------------
Kláraði fundargerð bæjarráðs fyrir morgunfund í fyrramálið, svaraði tölvupóstum og símtölum áður en ég fór í sund síðdegis.
------------------------
Við Albert lærðum síðan heilmikið bæði í dönsku og íslensku í kvöld og að því loknu las ég yfir ritgerð dótturinnar um plötnuval í beðum. Laufey Sif stundar nú nám á Hvanneyri í Umhverfisskipulagi en hún og Elli hafa komið sér vel fyrir í Borgarnesi. Gaman að því að báðar dæturnar skuli núna búa í Borgarfirðinum en Rakel og Guðjón stunda nám á Bifröst.
------------------------
Ég er svo stolt af systkinum mínum og því hversu vel gengur hjá Kjörís!
Ísdagurinn 2009 var ótrúlega vel lukkaður eins og best má sjá á þessu myndbandi. Hér eru líka fjölmargar myndir sem gaman er að skoða.
Engin spurning þið eruð bara best ;-)
Comments:
Skrifa ummæli