<$BlogRSDUrl$>

4. september 2009

Í rusli á föstudegi...

Kláraði samninga við 7. og 10. bekkinn um ýmis störf í Grunnskólanum. Árlega eru gerðir svona samningar en í ár bætist við frímínútnagæsla hjá 10. bekk sem auk þess aðstoðar í mötuneyti. 7. bekkurinn hreinsar rusl úr bæjarfélaginu einu sinni í mánuði og sjá þannig til þess að bærinn sé snyrtilegur og okkur öllum til sóma. Krakkarnir sinna þarna afar mikilvægum störfum og fá í staðinn greiðslu sem rennur í ferðasjóð þeirra. Gott samstarf sem hefur gengið vel. Væntanlega finnum við tíma í næstu viku til að skrifa formlega undir samningana.

Fór yfir tímatöflu íþróttahúss með Jóhönnu menningar og frístundafulltrúa. Í ár nýtir skólinn húsið meira en oft áður sem skapar enn meiri tímaþröng en áður hjá íþróttafélaginu. Var nú samt ekki á það bætandi. Sumir krakkar mæta fyrir 7 á morgnana í íþróttahúsið til að ná æfingum svo unga kynslóðin leggur ýmislegt á sig fyrir sportið.

Eftir hádegi var fundur sveitarstjóra á Suðurlandi þar sem aðalumræðuefnið var framtíðarskipan urðunarstaðar fyrir sveitarfélögin. Saman reka þessi sveitarfélög sorpurðunarstað að Kirkjuferju sem bæði er afar ódýr en jafnframt hefur rekstur hans verið til mikillar fyrirmyndar hin síðari ár. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að betri urðunarstaðir eru vandfundnir. Samt hefur sveitarfélagið Ölfus nú ákveðið að heimila ekki áframhaldandi rekstur eftir 1. desember n.k.. Frá og með þeim degi verður að aka öllu sorpi frá Suðurlandi í Álfsnes utan við Mosfellsbæ. Urðunargjöld á Álfsnesi eru þrisvar sinnum hærri en á Kirkjuferju og þá hækkun þurfa sunnlensk heimili að bera auk þess kostnaðar sem falla mun til vegna aukins aksturs. Ef þessi leið verður farin mun sorpurðunargjald hvers heimilis hér í Hveragerði hækka úr 8.000 í um 24.000 sem er hækkun um 16.000 krónur, við bætist síðan kostnaður vegna miklu lengri aksturs. Sorphirðu og sorpurðunargjald hér í bæ mun því væntanlega þurfa að hækka úr 16.100 í um 35.000 ef ekki verður brugðist við! Og þetta á ekki einungis við hér í Hvergerði heldur um allt Suðurland. Hjá fyrirtækjum og einstaklingum sem allra síst mega við slíku eins og efnahagsástandið er í dag. Þó að við Sunnlendingar fyndum nýjan urðunarstað á morgun þá yrði hann tæplega opnaður fyrr en eftir ein 2-3 ár vegna skipulagsmála og nauðsynlegra framkvæmda og á meðan tikkar kostnaðurinn beint úr vasa sunnlenskra fjölskyldna.
Einföld framlenging Ölfusinga á leyfi til urðunar í Kirkjuferju myndi koma í veg fyrir þessar hækkanir.
Ef af lokun Kirkjuferju verður þá munum við Hvergerðingar leita allra leiða til að lækka þann kostnað sem falla mun á heimili hér í bæ, þá möguleika erum að kanna þessa dagana.

Seinnipartinn fórum við Lárus í 10 ára afmæli Íslenska gámafélagsins sem haldið var í húsnæði fyrirtækisins í gömlu áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Fjölmenni var í afmælinu sem tókst afar vel. Þar mátti m.a. sjá hvernig notuð matarolía knýr bíla fyrirtækisins ásamt því að flokkunarhúsnæðið var til sýnis. Enn heyrir maður raddir þess efnis að það taki því ekki að flokka þar sem allt sorp lendi hvort sem er í sama haugnum að lokum. Þarna sér maður frá fyrstu hendi hvernig verðmæti verða til úr sorpinu sem við hér í Hveragerði til dæmis setjum í grænu tunnuna. Efasemdarmenn eru hvattir til að heimsækja Íslenska gámafélagið á morgun en þá er opið hús, leiktæki fyrir börnin og húsnæðið opið öllum.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet