8. september 2009
Á fundi í morgun var farið yfir þá möguleika sem Hveragerðisbær hefur til að minnka kostnaðinn sem falla mun á íbúa vegna lokunar sorpurðunarstaðarins að Kirkjuferju. Það þarf að vinna hratt að lausn því tíminn er fljótur að líða og lausn verður að vera fundin þann 1. desember. Það er borðleggjandi að flokkun verður að aukast í bæjarfélaginu eigi þetta að takast enda verður að minnka sorpið sem fer til urðunar með öllum tiltækum ráðum.
Hitti aðila sem áhuga hafa á að stofnsetja fyrirtæki hér i bæ, sú hugmynd er komin býsna langt, húsnæði í sigtinu og tæki á leið til landsins. Samt vantar enn herslumuninn en þau atriði snúa að orkunni sem í boði er. Munum hitta fulltrúa Orkuveitunnar vegna þessa á fimmtudag.
Það er ekki oft sem ég fær jafnmikil viðbrögð við frétt eins og ég hef fengið við fréttinni um mjúkhýsið. Á hverjum degi heyri ég í fólki sem hefur annað hvort reynslu af svona mjúkhýsi eða hefur brennandi áhuga á málinu. Ég hef ekki heyrt í neinum sem deilir áhyggjum minnihlutans vegna þessa byggingaforms. Til að svala forvitninni hef ég núna safnað öllum upplýsingum sem ég hef á sérstaka heimasíðu og slóðin inná hana er hér til vinstri. Ég mun bæta við efni eftir því sem bætist í gagnabankann.
Hitti aðila sem áhuga hafa á að stofnsetja fyrirtæki hér i bæ, sú hugmynd er komin býsna langt, húsnæði í sigtinu og tæki á leið til landsins. Samt vantar enn herslumuninn en þau atriði snúa að orkunni sem í boði er. Munum hitta fulltrúa Orkuveitunnar vegna þessa á fimmtudag.
Það er ekki oft sem ég fær jafnmikil viðbrögð við frétt eins og ég hef fengið við fréttinni um mjúkhýsið. Á hverjum degi heyri ég í fólki sem hefur annað hvort reynslu af svona mjúkhýsi eða hefur brennandi áhuga á málinu. Ég hef ekki heyrt í neinum sem deilir áhyggjum minnihlutans vegna þessa byggingaforms. Til að svala forvitninni hef ég núna safnað öllum upplýsingum sem ég hef á sérstaka heimasíðu og slóðin inná hana er hér til vinstri. Ég mun bæta við efni eftir því sem bætist í gagnabankann.
Comments:
Skrifa ummæli