11. september 2009
Föstudagur ...
Dagurinn hófst í grunnskólanum þar sem ég og Elfa Dögg skrifuðum undir samning um umhverfishreinsun við 7. bekk. Krakkarnir taka að sér að hreinsa bæjarfélagið einu sinni í mánuði og fá fyrir peninga sem þau nýta síðan til ferðalags næsta vor. Þetta fyrirkomulag hefur verið við lýði lengi og gefist vel. Það er ávallt skrifað formlega undir samninginn og svo er tækifærið notað og spurt og spjallað.
Úr því ég var nú komin uppí skóla sem gerist því miður ekki nógu oft þá kíkti ég á aðstöðu deildarstjóranna og herbergi sem nú eru nýtt fyrir sérfræðiþjónustu. Ræddi síðan lengi við Viktoríu sem er nýráðinn deildarstjóri miðstigs og staðgengill skólastjóra um hin ýmsu mál sem snerta skólastarfið.
Gekk síðan frá kaupum á íbúð í Borgarheiði í samræmi við samkomulag ríkisstjórnarinnar og Hveragerðisbæjar um uppkaup á eignum í kjölfar jarðskjálftans. Nokkrar aðrar eignir gætu farið í sama farveg á næstunni.
Vann í ýmsum málum, svaraði erindum og tölvupóstum en endaði daginn á því að greina aldursskiptingu barna yngri en 16 ára í bæjarfélaginu með tilliti til þarfa leik og grunnskóla. Það er ljóst að stórir árgangar eru að útskrifast úr grunnskóla á næstunni og aðrir miklu fámennari að koma upp úr leikskóla. Í ár eru 357 nemendur í grunnskólanum en þegar mest var fyrir nokkrum árum voru hér 414 nemendur. Þetta er fækkun um 57 nemendur eða rúmar þrjár bekkjardeildir miðað við meðaltals fjölda í bekk. Að öllu óbreyttu mun áfram fækka í grunnskólanum en auðvitað geta orðið breytingar á þessari þróun með auknum íbúafjölda. Þó er rétt að hafa í huga að á meðan íbúum hefur fjölgað hefur fækkað stöðugt í grunnskólanum. Þetta er sérkennileg þróun sem kannski breytist í kreppunni! Annars mun ég leggja þessar upplýsingar fyrir bæjarráð í næstu viku sem þá getur betur áttað sig á rýmisþörf leik- og grunnskóla.
Eftir vinnu fórum við Lárus í boð í Skiltagerðina Ex merkt. Þar hefur verið byggt upp gott fyrirtæki sem byggir á vandaðri vinnu og góðri þjónustu enda aukast viðskiptin jafnt og þétt. Nú hefur verið bætt við innrömmunarþjónustu þannig að auk hefðbundinnar skiltagerðar er hægt að prenta þarna myndir í risaformati bæði á striga og pappír auk þess sem ég held að allir Hvergerðingar séu búnir að fá sér sandblástursfilmur í glugga frá Ex merkt ;-)
Dagurinn hófst í grunnskólanum þar sem ég og Elfa Dögg skrifuðum undir samning um umhverfishreinsun við 7. bekk. Krakkarnir taka að sér að hreinsa bæjarfélagið einu sinni í mánuði og fá fyrir peninga sem þau nýta síðan til ferðalags næsta vor. Þetta fyrirkomulag hefur verið við lýði lengi og gefist vel. Það er ávallt skrifað formlega undir samninginn og svo er tækifærið notað og spurt og spjallað.
Úr því ég var nú komin uppí skóla sem gerist því miður ekki nógu oft þá kíkti ég á aðstöðu deildarstjóranna og herbergi sem nú eru nýtt fyrir sérfræðiþjónustu. Ræddi síðan lengi við Viktoríu sem er nýráðinn deildarstjóri miðstigs og staðgengill skólastjóra um hin ýmsu mál sem snerta skólastarfið.
Gekk síðan frá kaupum á íbúð í Borgarheiði í samræmi við samkomulag ríkisstjórnarinnar og Hveragerðisbæjar um uppkaup á eignum í kjölfar jarðskjálftans. Nokkrar aðrar eignir gætu farið í sama farveg á næstunni.
Vann í ýmsum málum, svaraði erindum og tölvupóstum en endaði daginn á því að greina aldursskiptingu barna yngri en 16 ára í bæjarfélaginu með tilliti til þarfa leik og grunnskóla. Það er ljóst að stórir árgangar eru að útskrifast úr grunnskóla á næstunni og aðrir miklu fámennari að koma upp úr leikskóla. Í ár eru 357 nemendur í grunnskólanum en þegar mest var fyrir nokkrum árum voru hér 414 nemendur. Þetta er fækkun um 57 nemendur eða rúmar þrjár bekkjardeildir miðað við meðaltals fjölda í bekk. Að öllu óbreyttu mun áfram fækka í grunnskólanum en auðvitað geta orðið breytingar á þessari þróun með auknum íbúafjölda. Þó er rétt að hafa í huga að á meðan íbúum hefur fjölgað hefur fækkað stöðugt í grunnskólanum. Þetta er sérkennileg þróun sem kannski breytist í kreppunni! Annars mun ég leggja þessar upplýsingar fyrir bæjarráð í næstu viku sem þá getur betur áttað sig á rýmisþörf leik- og grunnskóla.
Eftir vinnu fórum við Lárus í boð í Skiltagerðina Ex merkt. Þar hefur verið byggt upp gott fyrirtæki sem byggir á vandaðri vinnu og góðri þjónustu enda aukast viðskiptin jafnt og þétt. Nú hefur verið bætt við innrömmunarþjónustu þannig að auk hefðbundinnar skiltagerðar er hægt að prenta þarna myndir í risaformati bæði á striga og pappír auk þess sem ég held að allir Hvergerðingar séu búnir að fá sér sandblástursfilmur í glugga frá Ex merkt ;-)
Comments:
Skrifa ummæli