7. júní 2009
Tónlist og garðlist ......
Enn er möguleiki að mæta og njóta frábærra tónleika í Hveragerðiskirkju á tónlistarhátíðinni Björtum sumarnóttum. Lokatónleikarnir verða annað kvöld, sunnudag, kl. 20. Frönsk sönglög, Schumann og Hveragerðislög eftir Ingunni Bjarnadóttur og son hennar Þórhall Hróðmarssona, í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar. Ekki missa af þessu.
--------------------------
Þar sem ég ætla nú í frí frá bloggi í nokkra daga þá vil ég minna á Blómasýninguna Blóm í bæ sem verður hér í Hveragerði síðustu helgina í júní. Allt um gróður og garða en fátt er vinsælla einmitt núna ef eitthvað er að marka starfsfólk gróðrarstöðvanna hér í Hveragerði sem varla muna annað eins vor svon sölulega séð. Sýningin verður ein sú stærsta sinnar tegundar og því er um að gera að taka helgina strax frá og eyða henni hér í Hveragerði. Til dæmis mæli ég sterklega með að byrja helgina með áhlaupi og taka þátt í ráðstefnunni "Íslensk garðlist" sem stendur milli kl. 13 og 16 á föstudeginum. Þar verða flutt stutt og smellin erindi um ýmislegt sem lítur að garðrækt og þeim fjölbreyttu möguleikum sem þar gefast.
--------------------------------
Annars hef ég eins og aðrir tekið þátt í kapphlaupinu um plönturnar í ár. Búin að setja niður bláberjarunnana mína, kirsuberja tré og epla tré auk hindberjarunna og fullt af öðru skemmtilegu. Verst ef þetta þrífst allt of vel og verður of stórt fyrir garðinn ;-)
Enn er möguleiki að mæta og njóta frábærra tónleika í Hveragerðiskirkju á tónlistarhátíðinni Björtum sumarnóttum. Lokatónleikarnir verða annað kvöld, sunnudag, kl. 20. Frönsk sönglög, Schumann og Hveragerðislög eftir Ingunni Bjarnadóttur og son hennar Þórhall Hróðmarssona, í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar. Ekki missa af þessu.
--------------------------
Þar sem ég ætla nú í frí frá bloggi í nokkra daga þá vil ég minna á Blómasýninguna Blóm í bæ sem verður hér í Hveragerði síðustu helgina í júní. Allt um gróður og garða en fátt er vinsælla einmitt núna ef eitthvað er að marka starfsfólk gróðrarstöðvanna hér í Hveragerði sem varla muna annað eins vor svon sölulega séð. Sýningin verður ein sú stærsta sinnar tegundar og því er um að gera að taka helgina strax frá og eyða henni hér í Hveragerði. Til dæmis mæli ég sterklega með að byrja helgina með áhlaupi og taka þátt í ráðstefnunni "Íslensk garðlist" sem stendur milli kl. 13 og 16 á föstudeginum. Þar verða flutt stutt og smellin erindi um ýmislegt sem lítur að garðrækt og þeim fjölbreyttu möguleikum sem þar gefast.
--------------------------------
Annars hef ég eins og aðrir tekið þátt í kapphlaupinu um plönturnar í ár. Búin að setja niður bláberjarunnana mína, kirsuberja tré og epla tré auk hindberjarunna og fullt af öðru skemmtilegu. Verst ef þetta þrífst allt of vel og verður of stórt fyrir garðinn ;-)
Comments:
Skrifa ummæli