27. apríl 2009
Kosningarnar yfirstaðnar...
...og dagurinn í dag einkenndist af letilífi!
Ekki þó vegna þess að ég væri svona yfirmáta niðurdregin yfir úrslitunum sem varla gátu nú komið á óvart eftir allan þann fjölda skoðanakannana sem birtist dagana fyrir kjördag. Auðvitað vonuðust allir Sjálfstæðismenn eftir meira fylgi en úrslitunum verður að taka með hófstillingu og rósemi eins og mér finnst reyndar bæði Bjarni og Þorgerður hafa gert í viðtölum í dag. Það þarf að byggja upp flokkinn að nýju með auðmýktina gagnvart kjósendum og þjóðarhag í fyrirrúmi, þannig er aftur hægt að ná traustinu sem glataðist í gær.
Eftir að hafa horft á viðræður leiðtoga og næstráðandi í flokkunum þá öfunda ég ekki Jóhönnu og Steingrím af því verkefni að koma saman stefnumálum flokkanna vegna Evrópusambandsins. Vildi reyndar gjarnan fá að vera fluga á vegg í þeim viðræðum ;-)
Ég er aftur á móti algjörlega sannfærð um að þau ná saman um einhverskonar málamiðlum. Fólki þykir nú vænna um stjórnarsetuna en svo að þetta mál verði látið spilla þeim viðræðum.
----------------------
Ég er svo hrifin af gömlum myndum enda fátt sem betur geymir liðna sögu. Enn og aftur linka ég á síðuna hans Bjössa á Bláfelli sem núna setti inn myndir teknar í Ölfusréttum fyrir um þrjátíu árum síðar. Þar má sjá ýmsa eftirminnilega snillinga eins til dæmis Manga Hannesar. Þarna þekki ég líka bekkjarsystur mínar Jenný og Steinunni og marga fleiri. Það er gaman að þessu ;-)
Og talandi um minningar hún var líka góð myndin sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins á kjördag og tekin var í kjördeild hér í Hveragerði fyrir margt löngu. Þar situr kjörstjórnin sem skipuð var Þórði Ö Jóhannsyni á Grund og Stefáni Guðmundssyni hreppsstjóra. Með þeim á myndinni er maður sem ekki sést nógu vel en líklegt er að sé Sæmundur á Friðarstöðum. Þessir kappar voru í kjörstjórn hér í Hveragerði um áraraðir. Kannsi verða konurnar sem nú eru í kjörstjórn jafn þaulsætnar ?
...og dagurinn í dag einkenndist af letilífi!
Ekki þó vegna þess að ég væri svona yfirmáta niðurdregin yfir úrslitunum sem varla gátu nú komið á óvart eftir allan þann fjölda skoðanakannana sem birtist dagana fyrir kjördag. Auðvitað vonuðust allir Sjálfstæðismenn eftir meira fylgi en úrslitunum verður að taka með hófstillingu og rósemi eins og mér finnst reyndar bæði Bjarni og Þorgerður hafa gert í viðtölum í dag. Það þarf að byggja upp flokkinn að nýju með auðmýktina gagnvart kjósendum og þjóðarhag í fyrirrúmi, þannig er aftur hægt að ná traustinu sem glataðist í gær.
Eftir að hafa horft á viðræður leiðtoga og næstráðandi í flokkunum þá öfunda ég ekki Jóhönnu og Steingrím af því verkefni að koma saman stefnumálum flokkanna vegna Evrópusambandsins. Vildi reyndar gjarnan fá að vera fluga á vegg í þeim viðræðum ;-)
Ég er aftur á móti algjörlega sannfærð um að þau ná saman um einhverskonar málamiðlum. Fólki þykir nú vænna um stjórnarsetuna en svo að þetta mál verði látið spilla þeim viðræðum.
----------------------
Ég er svo hrifin af gömlum myndum enda fátt sem betur geymir liðna sögu. Enn og aftur linka ég á síðuna hans Bjössa á Bláfelli sem núna setti inn myndir teknar í Ölfusréttum fyrir um þrjátíu árum síðar. Þar má sjá ýmsa eftirminnilega snillinga eins til dæmis Manga Hannesar. Þarna þekki ég líka bekkjarsystur mínar Jenný og Steinunni og marga fleiri. Það er gaman að þessu ;-)
Og talandi um minningar hún var líka góð myndin sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins á kjördag og tekin var í kjördeild hér í Hveragerði fyrir margt löngu. Þar situr kjörstjórnin sem skipuð var Þórði Ö Jóhannsyni á Grund og Stefáni Guðmundssyni hreppsstjóra. Með þeim á myndinni er maður sem ekki sést nógu vel en líklegt er að sé Sæmundur á Friðarstöðum. Þessir kappar voru í kjörstjórn hér í Hveragerði um áraraðir. Kannsi verða konurnar sem nú eru í kjörstjórn jafn þaulsætnar ?
Comments:
Skrifa ummæli