29. apríl 2009
Fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Miklar umræður urðu um fjárhagsstöðu sveitarfélaga og þá möguleika sem sveitarfélögin hafa til að bregðast við henni. Ljóst er að mikið tap er á rekstri velflestra sveitarfélaga í landinu og samt sér ekki enn fyrir endann á lækkun tekna. Við þessu ástandi verður að bregðast eins og kom fram í viðtali við Halldór Halldórsson, formann Sambandsins, í dag.
Samstaða þarf að nást meðal sveitarstjórnarmanna um aðgerðir en eitt og sér stendur hvert sveitarfélag ansi vanmáttugt. Til þess höfum við líka Sambandið en á næstunni munu sveitarstjórnarmenn af öllu landinu hittast til að bera saman bækur sínar um næstu skref.
Í morgun fór ég yfir launaliði Hveragerðisbæjar en það er langstærsti útgjaldaliður bæjarfélagsins. Strax í næstu viku hefst endurskoðun fjárhagsáætlunar en þá skiptir miklu máli að brugðist sé rétt við öllum frávikum á þeim.
Í nótt sem leið setti ég inn örstutt blogg um skjálftann en ég kveikti auðvitað strax á tölvunni til að athuga hvað hann var stór. Fljótlega uppúr kl 3 komu upplýsingar um að skjálftinn hefði verið 3,7 á Richter en þegar jarðeðlisfræðingar komu til vinnu og yfirfóru gögnin kom í ljós að hann var 3,9. Þetta er nú skýringin á þessu misræmi sem mér var vinsamlegast bent á í dag ;-)
Hér er hægt að fylgjst með skjálfum í nágrenni Hveragerðisbæjar.
Samstaða þarf að nást meðal sveitarstjórnarmanna um aðgerðir en eitt og sér stendur hvert sveitarfélag ansi vanmáttugt. Til þess höfum við líka Sambandið en á næstunni munu sveitarstjórnarmenn af öllu landinu hittast til að bera saman bækur sínar um næstu skref.
Í morgun fór ég yfir launaliði Hveragerðisbæjar en það er langstærsti útgjaldaliður bæjarfélagsins. Strax í næstu viku hefst endurskoðun fjárhagsáætlunar en þá skiptir miklu máli að brugðist sé rétt við öllum frávikum á þeim.
Í nótt sem leið setti ég inn örstutt blogg um skjálftann en ég kveikti auðvitað strax á tölvunni til að athuga hvað hann var stór. Fljótlega uppúr kl 3 komu upplýsingar um að skjálftinn hefði verið 3,7 á Richter en þegar jarðeðlisfræðingar komu til vinnu og yfirfóru gögnin kom í ljós að hann var 3,9. Þetta er nú skýringin á þessu misræmi sem mér var vinsamlegast bent á í dag ;-)
Hér er hægt að fylgjst með skjálfum í nágrenni Hveragerðisbæjar.
Comments:
Skrifa ummæli