21. apríl 2009
Þessi frétt er af vef Menntaskólans á Laugarvatni. Ögmundur er elsti sonur Öddu vinkonu fyrir þá sem ekki þekkja til. Barnarbarn Þórðar og Þórunnar á Grund (Þórsmörk 1). Það gerir hann að Hvergerðing að sjálfsögðu og við eignum okkur því hluta í velgengninni ;-)
Til hamingju með góðan árangur Öggi....
Ögmundi boðin þátttaka í þremur ólympíuliðum í raunvísindum !
Ögmundi Eiríkssyni, nemanda skólans í 4 bekk náttúrufræðibrautar, hefur verið boðin þátttaka í ólympíuliðunum í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði. Árangur hans í forkeppnum í þessum greinum var með slíkum glæsibrag að einstakt er. Var hann með efstu mönnum í þeim öllum og var því boðið sæti í öllum liðunum. Að jafnaði eru sex nemendur sendir með hverju liði frá Íslandi en flest ríki heims taka þátt í Ólympíukeppnunum. Ögmundur hefur tvívegis áður verið í Ólympíuliðinu í stærðfræði og mun hann þiggja veru þar nú þriðja sinni. Ólympíukeppnirnar úti í heimi í þessum þremur greinum eru haldnar í júlí að jafnaði á svipuðum tíma en í ólíkum löndum þannig að ekki er möguleiki á að vera í tveimur liðum. Nemendur sem ávinna sér rétt mega svo ekki vera orðnir tvítugir á keppnisdögunum.
Til hamingju með góðan árangur Öggi....
Ögmundi boðin þátttaka í þremur ólympíuliðum í raunvísindum !
Ögmundi Eiríkssyni, nemanda skólans í 4 bekk náttúrufræðibrautar, hefur verið boðin þátttaka í ólympíuliðunum í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði. Árangur hans í forkeppnum í þessum greinum var með slíkum glæsibrag að einstakt er. Var hann með efstu mönnum í þeim öllum og var því boðið sæti í öllum liðunum. Að jafnaði eru sex nemendur sendir með hverju liði frá Íslandi en flest ríki heims taka þátt í Ólympíukeppnunum. Ögmundur hefur tvívegis áður verið í Ólympíuliðinu í stærðfræði og mun hann þiggja veru þar nú þriðja sinni. Ólympíukeppnirnar úti í heimi í þessum þremur greinum eru haldnar í júlí að jafnaði á svipuðum tíma en í ólíkum löndum þannig að ekki er möguleiki á að vera í tveimur liðum. Nemendur sem ávinna sér rétt mega svo ekki vera orðnir tvítugir á keppnisdögunum.
Comments:
Skrifa ummæli