14. apríl 2009
Stórgott páskafrí...
... á Norðurlandi að baki. Nokkrir góðir dagar í Skagafirði og ekki voru þeir síðri dagarnir á Grenivík. Ferð með snjótroðara á Kaldbak og sleðaferðin niður var klárlega hápunkturinn á ferðinni. Annars liðu dagarnir hratt í góðum félagsskap þar sem nóg var við að vera.
Fríið var reyndar litað af ástandi mála í Flokknum þar sem hver fréttatími flutti nýjar og verri fréttir. Risagreiðslur stórfyrirtækja til Sjálfstæðisflokksins og svosem til hinna flokkanna líka eru siðlausar og með öllu óafsakanlegar. Eitt er nú að fá styrki til flokksstarfs en þetta er allt annað mál.
Hér í Hveragerði hafa Sjálfstæðismenn staðið fyrir happdrætti til fjáröflunar fyrir kosningar þar sem frambjóðendur eru skikkaðir til að selja(kaupa) ákveðið magn af miðum. Síðan höfum við gefið út blöð og selt auglýsingar grimmt í þau. Þetta hefur verið ein aðal fjáröflun félagsins fyrir kosningar. Ýmsir einstaklingar hafa síðan gefið ómælt af tíma sínum með vinnuframlagi til félagsins auk þess að gefa félaginu kaffi, kökur, kex, kleinur og annað sem hópnum gæti langað í þá stundina. Sem dæmi má nefna að eitt gott fyrirtæki hefur stundum gefið okkur ís og frostpinna fyrir börnin og einu sinni rataði til okkar gamall ísskápur og sjónvarp sem einhver var hættur að nota, slíkt er frábært. Húsgögnin í salnum er samtíningur frá mörgum stöðum og vitiði hvað, okkur líkar þetta bara takk bærilega! Annars, á meðan ég man, ef einhver vill losna við gott sjónvarp þá vantar reyndar eitt slíkt í salinn núna ;-)
Svona eru vel flest félög Sjálfstæðismanna þar sem ég þekki til rekin. Því er það óþolandi þegar óorði er komið á alla Sjálfstæðismenn vegna óhemjugangs og græðgi örfárra. Það er illt að sitja undir slíku.
--------------------------------
Annars finnst mér að nú ættu alþingismenn að einhenda sér í það að ljúka þingstörfum og hella sér í kosningabaráttuna. Dagarnir líða ansi hratt og það eru Sjálfstæðismenn sem tapa á því að þingið skuli vera svona þaulsetið, tímanum er betur varið útí kjördæmum landsins.
Kosningaskrifstofan opnaði síðastliðinn sunnudag og verður hún opin á gamla góða staðnum fram að kosningum. Endilega lítið við milli kl. 17 og 19 og ekki síður um næstu helgi en þá verður væntanlega mesta fjörið.
--------------------------------
Ekki missa af þessu ...
Einhvers staðar segir í þekktu lagi að ekki skuli dæma eftir útlitinu menn og annars staðar að ekki skuli dæma bókina eftir kápunni. Stundum sér maður svo fallega og skemmtilega hluti að það verður að deila þeim með fleirum. Ég fer að sofa svo innilega sæl í sinni eftir að hafa horft á þetta brot úr þættinum "Britain´s got talent", aldeilis stórkostlegt....
Ekki missa af þessu ! ! ! !
--------------------------------
Fann síðan þessa aldeilis frábæru mynd af þeirri sem þetta ritar við fundarstjórn á landsfundinum. Hér má sjá ótrúlegt magn mynda frá þessum sama fundi...
... á Norðurlandi að baki. Nokkrir góðir dagar í Skagafirði og ekki voru þeir síðri dagarnir á Grenivík. Ferð með snjótroðara á Kaldbak og sleðaferðin niður var klárlega hápunkturinn á ferðinni. Annars liðu dagarnir hratt í góðum félagsskap þar sem nóg var við að vera.
Fríið var reyndar litað af ástandi mála í Flokknum þar sem hver fréttatími flutti nýjar og verri fréttir. Risagreiðslur stórfyrirtækja til Sjálfstæðisflokksins og svosem til hinna flokkanna líka eru siðlausar og með öllu óafsakanlegar. Eitt er nú að fá styrki til flokksstarfs en þetta er allt annað mál.
Hér í Hveragerði hafa Sjálfstæðismenn staðið fyrir happdrætti til fjáröflunar fyrir kosningar þar sem frambjóðendur eru skikkaðir til að selja(kaupa) ákveðið magn af miðum. Síðan höfum við gefið út blöð og selt auglýsingar grimmt í þau. Þetta hefur verið ein aðal fjáröflun félagsins fyrir kosningar. Ýmsir einstaklingar hafa síðan gefið ómælt af tíma sínum með vinnuframlagi til félagsins auk þess að gefa félaginu kaffi, kökur, kex, kleinur og annað sem hópnum gæti langað í þá stundina. Sem dæmi má nefna að eitt gott fyrirtæki hefur stundum gefið okkur ís og frostpinna fyrir börnin og einu sinni rataði til okkar gamall ísskápur og sjónvarp sem einhver var hættur að nota, slíkt er frábært. Húsgögnin í salnum er samtíningur frá mörgum stöðum og vitiði hvað, okkur líkar þetta bara takk bærilega! Annars, á meðan ég man, ef einhver vill losna við gott sjónvarp þá vantar reyndar eitt slíkt í salinn núna ;-)
Svona eru vel flest félög Sjálfstæðismanna þar sem ég þekki til rekin. Því er það óþolandi þegar óorði er komið á alla Sjálfstæðismenn vegna óhemjugangs og græðgi örfárra. Það er illt að sitja undir slíku.
--------------------------------
Annars finnst mér að nú ættu alþingismenn að einhenda sér í það að ljúka þingstörfum og hella sér í kosningabaráttuna. Dagarnir líða ansi hratt og það eru Sjálfstæðismenn sem tapa á því að þingið skuli vera svona þaulsetið, tímanum er betur varið útí kjördæmum landsins.
Kosningaskrifstofan opnaði síðastliðinn sunnudag og verður hún opin á gamla góða staðnum fram að kosningum. Endilega lítið við milli kl. 17 og 19 og ekki síður um næstu helgi en þá verður væntanlega mesta fjörið.
--------------------------------
Ekki missa af þessu ...
Einhvers staðar segir í þekktu lagi að ekki skuli dæma eftir útlitinu menn og annars staðar að ekki skuli dæma bókina eftir kápunni. Stundum sér maður svo fallega og skemmtilega hluti að það verður að deila þeim með fleirum. Ég fer að sofa svo innilega sæl í sinni eftir að hafa horft á þetta brot úr þættinum "Britain´s got talent", aldeilis stórkostlegt....
Ekki missa af þessu ! ! ! !
--------------------------------
Fann síðan þessa aldeilis frábæru mynd af þeirri sem þetta ritar við fundarstjórn á landsfundinum. Hér má sjá ótrúlegt magn mynda frá þessum sama fundi...
Comments:
Skrifa ummæli