20. apríl 2009
Bjarni Benediktsson mætti á fund hér í Hveragerði á fimmtudagskvöldið og sló í gegn. Hann hélt afar flotta ræðu og síðan voru fjörugar fyrirspurnir og spjall. Hann gaf sér góðan tíma og útskýrði stöðu þjóðmála fyrir fundargestum sem voru afar ánægðir með heimsóknina. Ragnheiður Elín kom síðan í heimsókn á kosningaskrifstofuna í dag eftir opnun í Þorlákshöfn. Forsvarsmenn kjördæmisráðs mættu líka á svæðið til að kanna hvort við værum ekki að standa okkur í stykkinu ;-)
Það er ekki nóg með að maður sé vakinn með boðskapnum eldsnemma á sunnudagsmorgni heldur erum við elt allan daginn! Sigurður Valur er að standa sig eins og hetja í slagnum ! ! !
Fórum og sáum einleikinn Óskar og bleikklæddu konuna í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Frábær sýning og Margrét Helga sýnir stórleik. Leikritið mannbætandi og fallegt en um leið ferlega sorglegt. Við keyptum áskriftarkort fyrir fjölskylduna í haust og höfum þess vegna farið óvenju oft í leikhús. Við eigum eftir að fjárfesta aftur í svona kortum því þau gera að verkum að maður drífur sig af stað.
Í gær voru 16 ár frá því að pabbi lést. Dagurinn verður alltaf markaður þeirri minningu. Hann fór svo alltof fljótt frá okkur.
Það er ekki nóg með að maður sé vakinn með boðskapnum eldsnemma á sunnudagsmorgni heldur erum við elt allan daginn! Sigurður Valur er að standa sig eins og hetja í slagnum ! ! !
Fórum og sáum einleikinn Óskar og bleikklæddu konuna í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Frábær sýning og Margrét Helga sýnir stórleik. Leikritið mannbætandi og fallegt en um leið ferlega sorglegt. Við keyptum áskriftarkort fyrir fjölskylduna í haust og höfum þess vegna farið óvenju oft í leikhús. Við eigum eftir að fjárfesta aftur í svona kortum því þau gera að verkum að maður drífur sig af stað.
Í gær voru 16 ár frá því að pabbi lést. Dagurinn verður alltaf markaður þeirri minningu. Hann fór svo alltof fljótt frá okkur.
Comments:
Skrifa ummæli