20. apríl 2009
Alþingiskosningar nálgast óðfluga. Í dag voru frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hér í Hveragerði á vinnustaðafundum og fengu ágætar móttökur. Ég tók mér frí hluta úr degi til að fylgja þeim eftir en mér finnst alltaf mjög skemmtilegt að heimsækja vinnustaði. Get ekki beðið eftir kosningunum að ári þegar frambjóðendur hér í Hveragerði fara á kreik. Hef hug á að vera með í þeirri baráttu ;-)
---------
Fékk síðan skilaboð "að ofan" um að ég þyrfti að stytta grein sem ég hafði skrifað í framboðsblað um heilan helling og náði ég því án þess að merkingin færi út um þúfur, vona ég. Stytta útgáfu greinarinnar má lesa hér.
Er að hugsa um að hlaða inná þessa síðu greinum og ræðum. Gott að geta gengið að þessu vísu á einum stað.
--------
Í kvöld var síðan sjónvarpsfundur Suðurkjördæmis á Hótel Selfossi. Fjöldi manns fylgdist með í salnum en það er alltaf sérstök stemning sem fylgir því. Ragnheiður Elín stóð sig mjög vel og hafði svör á reiðum höndum við öllu því sem að henni var beint. Athygli vakti mikið ósamræmi í svörum VG og Samfylkingar og ekki skrýtið þó að fólk hafi í fundarlok vel því fyrir sér hvernig þessir tveir flokkar ætluðu að ná saman eftir kosningar. Ætli Björgvin verði ekki tekinn á teppið á morgun af flokksforystunni fyrir að geta ekki pakkað málstaðnum betur inn ! ! !
---------
Fékk síðan skilaboð "að ofan" um að ég þyrfti að stytta grein sem ég hafði skrifað í framboðsblað um heilan helling og náði ég því án þess að merkingin færi út um þúfur, vona ég. Stytta útgáfu greinarinnar má lesa hér.
Er að hugsa um að hlaða inná þessa síðu greinum og ræðum. Gott að geta gengið að þessu vísu á einum stað.
--------
Í kvöld var síðan sjónvarpsfundur Suðurkjördæmis á Hótel Selfossi. Fjöldi manns fylgdist með í salnum en það er alltaf sérstök stemning sem fylgir því. Ragnheiður Elín stóð sig mjög vel og hafði svör á reiðum höndum við öllu því sem að henni var beint. Athygli vakti mikið ósamræmi í svörum VG og Samfylkingar og ekki skrýtið þó að fólk hafi í fundarlok vel því fyrir sér hvernig þessir tveir flokkar ætluðu að ná saman eftir kosningar. Ætli Björgvin verði ekki tekinn á teppið á morgun af flokksforystunni fyrir að geta ekki pakkað málstaðnum betur inn ! ! !
Comments:
Skrifa ummæli