17. mars 2009
Hamars stelpur töpuðu naumlega fyrir Haukum í ótrúlega spennandi leik hér í Hveragerði í kvöld. Húsið troðfullt af fólki sem studdi dyggilega við liðið. Hundfúlt að tapa enda hefði verið frábært að ná fram oddaleik í keppninni um sætið í úrslitunum. En þær stóðu sig vel og leikurinn var hin besta skemmtun.
Síðdegis var líka fjölmenni hjá Vilhjálmi Egilssyni þegar hann kynnti skýrslu endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Umræðurnar voru líflegar og komu menn skoðunum sínum skýrt og greinilega á framfæri. 34 mættu til fundar og ber húsið varla mikið fleiri. Það var óneitanlega hálf sérkennilegt að sjá að fjöldi þeirra sem mættu í dag er um fjórðungur þeirra sem kusu í prófkjörinu á laugardag. Áhuginn á því hefði mátt vera meiri! !
Skrapp í dag til Guðmundar frænda míns á Selfossi og Ásdísar konu hans. Hann frændi minn er með ólíkindum hress og hefur skoðanir og þær miklar á flestum málum. Hann er elsti bróðir pabba og hefur alltaf tekið hlutverk sitt sem stórfrænda mjög alvarlega. Við erum heppin með það systkinin. Í dag leysti hann mig út með stórum bunka af blaðaúrklippum sem hann hefur safnað um Hveragerði og pabba. Mest voru þetta greinar skrifaðar í kringum 1960 og þar má sjá að pabbi hefur strax við heimkomu úr námi í Danmörku stigið á merkilegar tær því Jónas frá Hriflu hefur skrifað afar langa grein þar sem hann gagnrýnir og hæðir það sjónarmið sem pabbi þá nýútskrifaður mjólkurtæknifræðingur setti fram um óhollustu ógerilsneyddrar mjólkur. Á öðrum stað hef ég séð langar greinar eftir Ágúst á Brúnastöðum um þau ósköp sem dundu yfir íslenska þjóð með tilkomu einkaframtaksins í mjólkuriðnaði en það var Ostagerðin góða sem pabbi rak hér um skamma hríð sem olli þeim geðvonskulegu skrifum. Vegna svona sjónarmiða verður maður Sjálfstæðismaður það er svo einfalt...
Síðdegis var líka fjölmenni hjá Vilhjálmi Egilssyni þegar hann kynnti skýrslu endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Umræðurnar voru líflegar og komu menn skoðunum sínum skýrt og greinilega á framfæri. 34 mættu til fundar og ber húsið varla mikið fleiri. Það var óneitanlega hálf sérkennilegt að sjá að fjöldi þeirra sem mættu í dag er um fjórðungur þeirra sem kusu í prófkjörinu á laugardag. Áhuginn á því hefði mátt vera meiri! !
Skrapp í dag til Guðmundar frænda míns á Selfossi og Ásdísar konu hans. Hann frændi minn er með ólíkindum hress og hefur skoðanir og þær miklar á flestum málum. Hann er elsti bróðir pabba og hefur alltaf tekið hlutverk sitt sem stórfrænda mjög alvarlega. Við erum heppin með það systkinin. Í dag leysti hann mig út með stórum bunka af blaðaúrklippum sem hann hefur safnað um Hveragerði og pabba. Mest voru þetta greinar skrifaðar í kringum 1960 og þar má sjá að pabbi hefur strax við heimkomu úr námi í Danmörku stigið á merkilegar tær því Jónas frá Hriflu hefur skrifað afar langa grein þar sem hann gagnrýnir og hæðir það sjónarmið sem pabbi þá nýútskrifaður mjólkurtæknifræðingur setti fram um óhollustu ógerilsneyddrar mjólkur. Á öðrum stað hef ég séð langar greinar eftir Ágúst á Brúnastöðum um þau ósköp sem dundu yfir íslenska þjóð með tilkomu einkaframtaksins í mjólkuriðnaði en það var Ostagerðin góða sem pabbi rak hér um skamma hríð sem olli þeim geðvonskulegu skrifum. Vegna svona sjónarmiða verður maður Sjálfstæðismaður það er svo einfalt...
Comments:
Skrifa ummæli