<$BlogRSDUrl$>

5. mars 2009

Fimmtudagur ...

Þegar svona langur tími líður milli færslna á bloggið þá fallast manni hendur þegar á að byrja aftur. Hvað á að skrifa, hverju á að sleppa og hvað er orðið úrelt...

Iðavellir opnuðu með pompi og pragt fyrir viku síðan. Eru þeir staðsettir í Eden eins og allir ættu nú að vita. Í dag var síðan sérstakt boð fyrir fararstjóra sem fjölmenntu í lambasteik og bernaise! Minnti mig á Hótel Sögu í den tid... Ég og Jóhanna mættum með kallana okkar til að halda uppi merkjum Hveragerðisbæjar og gekk okkur það bærilega. Inga á listasafninu var þarna líka enda safnið hennar svotil í næsta húsi svo þessir tveir staðir geta hæglega stutt hvorn annan. Ég gat ekki betur heyrt en að allir væru hæstánægðir með heimsóknina og bendir það til góðs ferðasumars. Hér má lesa frétt um ferðina á heimasíðu leiðsögumanna.

Frá hádegi og framundir sex var Almannavarnanefnd Árnessýslu á yfirreið um sýsluna að skoða húsnæði, búnað og tæki á hinum ýmsu stöðum og ekki síður að hitta forsvarsmenn björgunarsveita og slökkviliða. Við byrjuðum á Selfossi í nýju björgunarmiðstöðinni. Ég verð nú að játa að ég hef aldrei séð annað eins. Húsið hefur greinilega verið tilbúið að stórum hluta með fínu gegnheilu parketi, flísalögnum, hreinlætistækjum, vöskum í innréttingum og blöndunartækjum. Greinilega bara átt eftir að skúra út úr skrifstofunum. Allt sem hægt var að fjarlægja hefur síðan verið rifið burtu og eftir stendur húsið hálfkarað aftur og það sem þó var komið og var vandað eins og parketið skemmt á stórum svæðum. Síðan hefur þessi framkvæmd greinilega dregið þróttinn úr björgunarsveitinni, skiljanlega, svo ekki var sérlega gott hljóðið á þeim bænum. Ofboðslega sorglegt að heyra hvernig þetta mál hefur æxlast.
Heimsóttum síðan lögreglustöðina en þar er stjórnstöð Almannavarna staðsett í kjallaranum. Litum líka á fangaklefana og aðra aðstöðu sem þarna er. Hef aldrei komið þarna áður, sem betur fer kannski ;-)
Eyrarbakki var næstur á dagskrá og síðan Þorlákshöfn áður en haldið var hingað til Hveragerðis. Hér tóku Hjálparsveitarmenn á móti okkur í húsnæðinu nýja sem svo sannarlega er til mikillar fyrirmyndar. Allt eins og best verður á kosið, vandað og frágengið. Stjórnstöðvarherbergið er vel búið tækjum enda ljóst að það verður notað sem stjórnstöð fyrir björgunarsveitir Árnessýslu næstu misserin eða þar til mál leysast í Árborg. Slökkvistöðin okkar hér er auðvitað ný, vígð á haustmánuðum og því afar vel búin og falleg. Síðan finnst mér ekki síður áberandi hversu mikið og gott starf er unnið á báðum stöðum. Svona í trúnaði get ég sagt að bæjarstjórinn var afar montinn af góðu starfi Hjálparsveitarinnar og slökkviliðsins þegar þessari ferð lauk í dag.
Síðdegis á mánudag er ferðinni síðan heitið í Uppsveitirnar, það verður fróðlegt að heimsækja þá staði.
-----------------------------
Á bæjarráðsfundi í morgun var ákveðið að leigja Þór Ólafi Hammer tjaldsvæðið við Reykjamörk til eins árs. Hann og kona hans Margrét hafa miklar og góðar hugmyndir varðandi þjónustu á svæðinu svo það verður gaman að fylgjast með starfi þeirra í sumar.

Bæjarráð ákvað einnig að kaupa hluta gamla "Mjólkurbúsins" en þar eru nú staðsettar þrjár skólastofur. Bæjarfélagið hefur haft húsnæðið á leigu í nokkur ár en með kaupum þess nú munu mánaðarlegar afborganir vegna þess lækka til mikilla muna.

Umhverfisstofnun hefur lánað Hveragerðisbæ mæli sem fylgist með magni brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Frá og með 1. apríl ber síðan Orkuveitunni að setja upp mæli þar sem æskilegt væri að upplýsingar væru aðgengilegar á netinu.
--------------------------------------------

Elli hennar Laufeyjar er kominn heim frá Kashmir á Indlandi eftir mikla ævintýraferð, ef marka má myndir að utan. Tilgangur ferðarinnar var að skíða og þessi mynd af Ella var svo góð að ég nappaði henni af facebook. Ef ég færi svona yfirleitt á skíði þá þætti mér þetta freistandi umhverfi ...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet