10. mars 2009
Af tækniklúðri, bjór og notuðu sjónvarpi ...
Fór á skemmtilegan fund í Lionsklúbbi Hveragerðis í gærkvöldi þar sem fjallað var um Hveragerði, stöðu og horfur til framtíðar. Hefði verið miklu mun betra ef ég hefði fengið tæknibúnaðinn til að virka en glærurnar bíða betri tíma. Stundum getur maður virkilega saknað gömlu myndvarpanna sem ekki gátu klikkað ;-)
Í dag var bæjarstjórnarfundur undirbúinn en þar verður til seinni umræðu samþykkt um byggingargjöld og lögreglusamþykkt til fyrri umræðu. Hér hefur aldrei verið sérstök lögreglusamþykkt og því tímabært að samþykkja eina slíka. Eftir síðari umræðu og áritun ráðherra verður hún sett á netið og þannig öllum aðgengileg. Á fundinum verða málefni grunnskólans einnig til umræðu sem og fundargerðir nefnda sem reyndar hefur fækkað mjög í sparnaðaraðgerðum undanfarið.
Átti nokkur góð símtöl í dag og meðal annars við Magnús nokkurn Stefánsson, Hvergerðing sem hleypti heimdraganum og flutti til Danmerkur ásamt Heiðu konu sinni. Kom heim aftur og er nú sestur að vestur á landi þar sem hann stýrir brugghúsi í Stykkishólmi sem framleiðir bjórinn Jökul. Góð ástæða til að bregða sér í Vínbúðina til að kanna hvernig Magga hefur tekist til...
Hitti einnig Steinar Garðarsson brunavörð sem bað mig endilega að grennslast fyrir um það hvort einhver góðhjartaður Hvergerðingur ætti ekki sjónvarp til að gefa Slökkviliðinu. Slíkt kæmi sér afar vel við æfingar liðsins sem getur þá nýtt sér kennsluefni með myndrænum hætti. Endilega hafið samband við Steinar eða bæjarskrifstofuna ef þið viljið losna við sjónvarp fyrir góðan málstað....
Annars lauk yfirferð Almannavarnanefndar Árnessýslu um sýsluna í gær. En þá heimsóttum við slökkvilið og björgunarsveitir Uppsveitanna og fengum góðar móttökur. Það er ótrúlegt hversu mikið fáir einstaklingar eru tilbúnir til þess að leggja á sig til að bjarga okkur hinum. Fyrir utan að sinna björgunarstörfum þá hafa björgunarfélögin komið sér upp húsnæði að mestu í sjálfboðavinnu og ótrúleg vinna farið í slíkt.
Já og Bjarni Rúnar er enn í Austur Þýskalandi hinu forna. Þar ber það helst til tíðinda að hann varð um síðustu helgi fylkismeistari í Sachsen Anhalt með undir 21 árs liðinu sínu í körfubolta. Sachsen Anhalt er semsagt eitt af 16 fylkjum Þýskalands. Nú fer liðið til Berlínar um næstu helgi til að keppa þar á sterku móti annarra fylkjameistara. Þetta er heilmikil upplifun og reynsla. Man þegar liðið hans komst fyrst í Laugardalshöllina hér heima það fannst okkur merkur áfangi. Nú er verið að keppa í Berlín ;-) Hann keppir líka með meistaraflokki USV Halle og þar er einnig barist um um efsta sætið í fylkinu. Hann hefur greinilega lent á góðum stað, mikið fjör í boltanum, nýkominn heim úr viku skíðaferð til Austurríkis og tóm hamingja á öllum vígstöðvum ! ! !
------------------------------------
Prófkjör okkar Sjálfstæðismanna fer fram næsta laugardag og hvet ég alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í því. Hægt er að ganga í flokkinn á kjörstað en prófkjörið er eingöngu opið félögum Sjálfstæðisfélaganna. Þetta er leiðin til að hafa áhrif, mæta og kjósa! Frambjóðendur hafa margir stofnað afar flottar heimasíður þar sem hægt er að fylgjast með baráttunni. Allar upplýsingar má fá á www.profkjor.is.
Fór á skemmtilegan fund í Lionsklúbbi Hveragerðis í gærkvöldi þar sem fjallað var um Hveragerði, stöðu og horfur til framtíðar. Hefði verið miklu mun betra ef ég hefði fengið tæknibúnaðinn til að virka en glærurnar bíða betri tíma. Stundum getur maður virkilega saknað gömlu myndvarpanna sem ekki gátu klikkað ;-)
Í dag var bæjarstjórnarfundur undirbúinn en þar verður til seinni umræðu samþykkt um byggingargjöld og lögreglusamþykkt til fyrri umræðu. Hér hefur aldrei verið sérstök lögreglusamþykkt og því tímabært að samþykkja eina slíka. Eftir síðari umræðu og áritun ráðherra verður hún sett á netið og þannig öllum aðgengileg. Á fundinum verða málefni grunnskólans einnig til umræðu sem og fundargerðir nefnda sem reyndar hefur fækkað mjög í sparnaðaraðgerðum undanfarið.
Átti nokkur góð símtöl í dag og meðal annars við Magnús nokkurn Stefánsson, Hvergerðing sem hleypti heimdraganum og flutti til Danmerkur ásamt Heiðu konu sinni. Kom heim aftur og er nú sestur að vestur á landi þar sem hann stýrir brugghúsi í Stykkishólmi sem framleiðir bjórinn Jökul. Góð ástæða til að bregða sér í Vínbúðina til að kanna hvernig Magga hefur tekist til...
Hitti einnig Steinar Garðarsson brunavörð sem bað mig endilega að grennslast fyrir um það hvort einhver góðhjartaður Hvergerðingur ætti ekki sjónvarp til að gefa Slökkviliðinu. Slíkt kæmi sér afar vel við æfingar liðsins sem getur þá nýtt sér kennsluefni með myndrænum hætti. Endilega hafið samband við Steinar eða bæjarskrifstofuna ef þið viljið losna við sjónvarp fyrir góðan málstað....
Annars lauk yfirferð Almannavarnanefndar Árnessýslu um sýsluna í gær. En þá heimsóttum við slökkvilið og björgunarsveitir Uppsveitanna og fengum góðar móttökur. Það er ótrúlegt hversu mikið fáir einstaklingar eru tilbúnir til þess að leggja á sig til að bjarga okkur hinum. Fyrir utan að sinna björgunarstörfum þá hafa björgunarfélögin komið sér upp húsnæði að mestu í sjálfboðavinnu og ótrúleg vinna farið í slíkt.
Já og Bjarni Rúnar er enn í Austur Þýskalandi hinu forna. Þar ber það helst til tíðinda að hann varð um síðustu helgi fylkismeistari í Sachsen Anhalt með undir 21 árs liðinu sínu í körfubolta. Sachsen Anhalt er semsagt eitt af 16 fylkjum Þýskalands. Nú fer liðið til Berlínar um næstu helgi til að keppa þar á sterku móti annarra fylkjameistara. Þetta er heilmikil upplifun og reynsla. Man þegar liðið hans komst fyrst í Laugardalshöllina hér heima það fannst okkur merkur áfangi. Nú er verið að keppa í Berlín ;-) Hann keppir líka með meistaraflokki USV Halle og þar er einnig barist um um efsta sætið í fylkinu. Hann hefur greinilega lent á góðum stað, mikið fjör í boltanum, nýkominn heim úr viku skíðaferð til Austurríkis og tóm hamingja á öllum vígstöðvum ! ! !
------------------------------------
Prófkjör okkar Sjálfstæðismanna fer fram næsta laugardag og hvet ég alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í því. Hægt er að ganga í flokkinn á kjörstað en prófkjörið er eingöngu opið félögum Sjálfstæðisfélaganna. Þetta er leiðin til að hafa áhrif, mæta og kjósa! Frambjóðendur hafa margir stofnað afar flottar heimasíður þar sem hægt er að fylgjast með baráttunni. Allar upplýsingar má fá á www.profkjor.is.
Comments:
Skrifa ummæli