1. febrúar 2009
Mikið um að vera...
... um helgina eins og endranær. Opið hús á laugardagsmorgni en þar mættu óvænt Árni Mathiesen fyrrverandi ráðherra og Kjartan Ólafsson, þingmaður. Farið var yfir stöðuna sem skapast hefur í landsmálunum og ástæður þess að svo fór sem fór. Nú hefur aftur á móti ný ríkisstjórn tekið við stjórnartaumum og það sem kemur mér mest á óvart er tvennt, annars vegar skipun Rögnu Árnadóttur sem enginn átti von á og hins vegar það að Steingrímur skuli ætla að vera fjármála, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Þó hann sé nú öflugur þá held ég tæplega að hann sé margra manna maki... Rögnu hef ég hitt nokkrum sinnum nú að undanförnu vegna mála tengdum jarðskjálftanum og þar er á ferð mjög öflug kona. Ekki spillir nú fyrir að hún er bekkjarsystir Valdimars bróður úr MA. Ragna á vafalaust eftir að standa sig vel. Verð reyndar að segja að vont er ef að Samfylkingin hefur vísvitandi staðið í vegi fyrir framgangi ýmissa mála í hinni gömlu ríkisstjórn eins og komið hefur fram að undanförnu. Það er ekki heillavænlegt að skreyta sig síðan með stolnum fjöðrum með nýjum vinum...
Hún Bíbí á Nautaflötum(Kröggólfsstöðum) hélt uppá afmælið sitt með heljarinnar veislu á laugardagskvöldið. Mikið sungið, skrafað og skeggrætt að skagfirskum sið og hápunktur gleðinnar var koma Sigfúsar Álftagerðisbróður sem kórónaði frábært kvöld. Til hamingju Bíbí og fjölskylda!
Í dag sunnudag fór fram verðlauna afhending í samkeppni um hönnun miðbæjar í Hveragerði. Um 300 manns mætti til athafnarinnar sem jafnframt var opnun sýningar á skartgripum frá Danmörku og frá Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur í Aurum. Hún er handhafi Sjónlistaverðlaunanna 2008 í flokki hönnunar.
En það voru ASK arkitektar sem urðu hlutskarpastir í samkeppninni um nýjan miðbæ. Í öðru sæti varð tillaga frá Arkís en tillaga frá arkitektur.is varð í þriðja sæti. Tvær aðrar tillögur voru síðan keyptar sem athyglisverðar. Hér má sjá tillöguna sem lenti í fyrsta sæti.
Allir sem ég hitti voru afar hrifnir af verðlaunatillögunum, fannst eins og okkur í dómnefndinni, að þær fönguðu vel þann anda sem ríkir í Hveragerði og þá sérstöðu sem bærinn getur skapað sér. Nú tekur við útfærsluvinna með ASK arkitektum sem mun án vafa skila okkur deiliskipulagi sem gefur okkur forskot á þeim sviðum sem við viljum efla.
Ég hvet alla til að kíkja á sýninguna á tillögunum í Listasafninu og skoða jafnframt gullfallega skartgripi í öðrum sölum.
... um helgina eins og endranær. Opið hús á laugardagsmorgni en þar mættu óvænt Árni Mathiesen fyrrverandi ráðherra og Kjartan Ólafsson, þingmaður. Farið var yfir stöðuna sem skapast hefur í landsmálunum og ástæður þess að svo fór sem fór. Nú hefur aftur á móti ný ríkisstjórn tekið við stjórnartaumum og það sem kemur mér mest á óvart er tvennt, annars vegar skipun Rögnu Árnadóttur sem enginn átti von á og hins vegar það að Steingrímur skuli ætla að vera fjármála, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Þó hann sé nú öflugur þá held ég tæplega að hann sé margra manna maki... Rögnu hef ég hitt nokkrum sinnum nú að undanförnu vegna mála tengdum jarðskjálftanum og þar er á ferð mjög öflug kona. Ekki spillir nú fyrir að hún er bekkjarsystir Valdimars bróður úr MA. Ragna á vafalaust eftir að standa sig vel. Verð reyndar að segja að vont er ef að Samfylkingin hefur vísvitandi staðið í vegi fyrir framgangi ýmissa mála í hinni gömlu ríkisstjórn eins og komið hefur fram að undanförnu. Það er ekki heillavænlegt að skreyta sig síðan með stolnum fjöðrum með nýjum vinum...
Hún Bíbí á Nautaflötum(Kröggólfsstöðum) hélt uppá afmælið sitt með heljarinnar veislu á laugardagskvöldið. Mikið sungið, skrafað og skeggrætt að skagfirskum sið og hápunktur gleðinnar var koma Sigfúsar Álftagerðisbróður sem kórónaði frábært kvöld. Til hamingju Bíbí og fjölskylda!
Í dag sunnudag fór fram verðlauna afhending í samkeppni um hönnun miðbæjar í Hveragerði. Um 300 manns mætti til athafnarinnar sem jafnframt var opnun sýningar á skartgripum frá Danmörku og frá Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur í Aurum. Hún er handhafi Sjónlistaverðlaunanna 2008 í flokki hönnunar.

Allir sem ég hitti voru afar hrifnir af verðlaunatillögunum, fannst eins og okkur í dómnefndinni, að þær fönguðu vel þann anda sem ríkir í Hveragerði og þá sérstöðu sem bærinn getur skapað sér. Nú tekur við útfærsluvinna með ASK arkitektum sem mun án vafa skila okkur deiliskipulagi sem gefur okkur forskot á þeim sviðum sem við viljum efla.
Ég hvet alla til að kíkja á sýninguna á tillögunum í Listasafninu og skoða jafnframt gullfallega skartgripi í öðrum sölum.
Comments:
Skrifa ummæli