13. febrúar 2009
Hveragerði í heimsfréttunum ...
Þessi ágæti blaðamaður kom i heimsókn í fyrrasumar og tók langt og mikið viðtal við mig. Hér sést afraksturinn í örstuttu skoti í ágætis frétt sem birtist á Time. Svava Ósk vinkona mín í Danmörku sendi mér þennan link annars hefði ég aldrei tekið eftir þessu.
Þetta viðtal minnir mig á tvennt. Í fyrsta lagi þá verð ég að venja mig af þessum kæk sem ég er komin með í sjónvarpi að vera alltaf að depla augunum ;-) og í öðru lagi þá man ég að í miðju viðtalinu sem var hátt í hálftími þá tók ég eftir að ég var í vestinu úthverfu, allar tölurnar sneru inná við og saumarnir út, þarna sat ég og hugsaði, hvern fjárann á ég að gera núna, en það var svosem ekki annað að gera en að vona að það tæki enginn eftir þessu og svei mér maður gerir það ekki, ja fyrr en núna þegar ég er búin að segja alheiminum frá ....
Þessi ágæti blaðamaður kom i heimsókn í fyrrasumar og tók langt og mikið viðtal við mig. Hér sést afraksturinn í örstuttu skoti í ágætis frétt sem birtist á Time. Svava Ósk vinkona mín í Danmörku sendi mér þennan link annars hefði ég aldrei tekið eftir þessu.
Þetta viðtal minnir mig á tvennt. Í fyrsta lagi þá verð ég að venja mig af þessum kæk sem ég er komin með í sjónvarpi að vera alltaf að depla augunum ;-) og í öðru lagi þá man ég að í miðju viðtalinu sem var hátt í hálftími þá tók ég eftir að ég var í vestinu úthverfu, allar tölurnar sneru inná við og saumarnir út, þarna sat ég og hugsaði, hvern fjárann á ég að gera núna, en það var svosem ekki annað að gera en að vona að það tæki enginn eftir þessu og svei mér maður gerir það ekki, ja fyrr en núna þegar ég er búin að segja alheiminum frá ....
Comments:
Skrifa ummæli