4. febrúar 2009
Bæjarskrifstofan reið á vaðið ...
... með fyrstu heilsufarsmælingu starfsmanna Hveragerðisbæjar sem er liður í samningi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Allir starfsmenn sem mættir voru fóru í ítarlegt heilsufarsmat, blóðsþrýstings, kólesteról og blóðsykursmælingu mælingu. Það er afar gott að fá að heyra hver staðan er og geta þá brugðist við fyrr en ella. Gert er ráð fyrir svona mati einu sinni á ári og þannig getur maður reynt að bæta niðurstöðurnar ef þörf er á ! Það var von bæjarstjórnar að með samningnum myndu starfsmenn leggja meiri áherslu á heilbrigða lífshætti og þannig auka lífsgæði sín svona almennt.
------------------------
Fundur í Héraðsráði Árnesinga eftir hádegi en nú þurfum við sem þar sitjum að undirbúa aukafund Héraðsnefndar sem áætlaður er í maí byrjun. Á þeim fundi þarf að fara yfir forsendur fjárhagsáætlana stofnana og meta hvort bregðast þurfi við þeim aðstæðum sem þá munu ríkja í rekstri stofnananna.
--------------------------
Fundur með Davíð forstjóra Momentum síðdegis þar sem við fórum ásamt Helgu Kristjáns yfir ný lög um innheimtukostnað. Þessa dagana eru lagasetningar tíðar en samt bólar ekki á lögum samgönguráðherra varðandi gatnagerðargjöldin. Þó var breyting á þeim lögum boðuð um mánaðamótin október/nóvember en þar átti meðal annars að taka á endurgreiðslu gatnagerðargjalda. Skil ekki hvað tefur þetta brýna mál...
----------------------------
Í kvöld var síðan kynningarfundur á vegum Strætós um hið nýja fyrirkomulag almenningssamgangna. Sárafáir mættu á fundinn en það hlýtur að þýða það að auglýsingarnar og kynningarnar á Strætó hafi borið árangur. Allavega nýta fjölmargir sér Strætó og ég heyri af sífellt fleirum sem eru að prófa hvernig ferðirnar henti þeim.
----------------------------
Albert nældi sér í svæsna hálsbólgu svo hann hefur verið heima í dag. Það þýddi huggulegur hádegistími hér heima og meira heima síðdegis en oft...
Annars er ég að lesa ansi skemmtilega bók sem heitir Örlög guðanna, sögur úr norrænni goðafræði eftir Ingunni Ásdísardóttur en Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndskreytir með afar skemmtilegum hætti. Bókin er lipurlega skrifuð og færir sögurnar í nútímamál þannig að þær verða ljóslifandi. Gefur góð fyrirheit um Auga Óðins því Ingunn er einmitt núna að setja upp sýninguna þar og Kristín vinnur allar myndirnar á svæðinu.
... með fyrstu heilsufarsmælingu starfsmanna Hveragerðisbæjar sem er liður í samningi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Allir starfsmenn sem mættir voru fóru í ítarlegt heilsufarsmat, blóðsþrýstings, kólesteról og blóðsykursmælingu mælingu. Það er afar gott að fá að heyra hver staðan er og geta þá brugðist við fyrr en ella. Gert er ráð fyrir svona mati einu sinni á ári og þannig getur maður reynt að bæta niðurstöðurnar ef þörf er á ! Það var von bæjarstjórnar að með samningnum myndu starfsmenn leggja meiri áherslu á heilbrigða lífshætti og þannig auka lífsgæði sín svona almennt.
------------------------
Fundur í Héraðsráði Árnesinga eftir hádegi en nú þurfum við sem þar sitjum að undirbúa aukafund Héraðsnefndar sem áætlaður er í maí byrjun. Á þeim fundi þarf að fara yfir forsendur fjárhagsáætlana stofnana og meta hvort bregðast þurfi við þeim aðstæðum sem þá munu ríkja í rekstri stofnananna.
--------------------------
Fundur með Davíð forstjóra Momentum síðdegis þar sem við fórum ásamt Helgu Kristjáns yfir ný lög um innheimtukostnað. Þessa dagana eru lagasetningar tíðar en samt bólar ekki á lögum samgönguráðherra varðandi gatnagerðargjöldin. Þó var breyting á þeim lögum boðuð um mánaðamótin október/nóvember en þar átti meðal annars að taka á endurgreiðslu gatnagerðargjalda. Skil ekki hvað tefur þetta brýna mál...
----------------------------
Í kvöld var síðan kynningarfundur á vegum Strætós um hið nýja fyrirkomulag almenningssamgangna. Sárafáir mættu á fundinn en það hlýtur að þýða það að auglýsingarnar og kynningarnar á Strætó hafi borið árangur. Allavega nýta fjölmargir sér Strætó og ég heyri af sífellt fleirum sem eru að prófa hvernig ferðirnar henti þeim.
----------------------------
Albert nældi sér í svæsna hálsbólgu svo hann hefur verið heima í dag. Það þýddi huggulegur hádegistími hér heima og meira heima síðdegis en oft...
Annars er ég að lesa ansi skemmtilega bók sem heitir Örlög guðanna, sögur úr norrænni goðafræði eftir Ingunni Ásdísardóttur en Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndskreytir með afar skemmtilegum hætti. Bókin er lipurlega skrifuð og færir sögurnar í nútímamál þannig að þær verða ljóslifandi. Gefur góð fyrirheit um Auga Óðins því Ingunn er einmitt núna að setja upp sýninguna þar og Kristín vinnur allar myndirnar á svæðinu.
Comments:
Skrifa ummæli