<$BlogRSDUrl$>

20. febrúar 2009

Bæjarráð í morgun þar sem mál voru afgreidd fljótt og vel. Beiðni frá einum ágætum íbúa um að fá tjaldsvæðið á leigu. Það verður skoðað betur milli funda. Samþykktum lánasamning við Lánasjóð íslenskra sveitarfélaga uppá 70 milljónir, en þeir fjármunir eru eyrnamerktir afborgunum langtímalána svo ekki koma þeir sem innspýting inní fjárfestingu ársins. Ennfremur var samþykkt að hefja vinnu við útboðsgögn vegna gatnagerðar í Varmahíð, Bröttuhlíð og Þverhlíð. Endanleg ákvörðun um útboð verður tekin þegar fjármögnun liggur fyrir. Takist að koma malbiki á þessar götur í sumar þá verða allar götur bæjarins frágengnar og einungis tveir minni gatnastubbar eftir ófrágengnir. Þetta hefst allt að lokum! !
-------------------------
Heimsótti síðan félag eldri borgara og átti með þeim notalegan fund þar sem við fórum á léttu nótunum yfir ýmislegt í bæjarfélaginu. Það var helst að þeim fyndist þau vera of jákvæð því lítið fannst til að kvarta yfir fannst hópnum. Ég var ánægð með það.
-------------------------
Eftir hádegi átti ég fund með matsmönnum Viðlagatryggingar vegna mála tengdum jarðskjálftanum en mér finnast mál jafnvel vera að þyngjast núna þegar líður frá skjálftanum. Á nú samt ekki von á öðru en að málin verði leyst í sátt, það er best fyrir alla aðila.
-------------------------
Ég og Ragnheiður í Árborg áttum síðan skemmtilegan fund með aðilum sem vilja gera jarðskjálftanum og afleiðingum hans enn betri skil og jafnvel þá þannig að úr verði "attraktion" fyrir ferðamenn eins og danskurinn segir. Mjög athyglisverðar hugmyndir sem falla vel að því sem við erum þegar búin að setja í gang varðandi aðgengi að hverasvæðinu nýja og "hamfarabrautinni" svokölluðu. Það er alltaf gaman að hitta fólk með nýjar og frjóar hugmyndir, kveikir oft bæði umræðu og ekki síður enn fleiri athyglisverðar hugmyndir.
------------------------
Árshátíð miðstigs var haldin síðdegis og var bekkurinn hans Alberts með veitingasöluna. Þar af leiðandi bakstur og tilheyrandi í gærkvöldi og í dag. Árshátíðin var framúrskarandi, góð og vel æfð skemmtiatriði og gaman að heyra hversu mikið þeim hefur farið fram í framsögn. Það heyrðist skýrt og greinilega í öllum leikendum sem gerðu hlutverkum sínum góð skil. Það voru líka afar stoltir nemendur og foreldrar sem settust niður með brauð og kökur áður en diskóið byrjaði.
-----------------------
Fór beint af árshátðíðinni á aðalfund Hollvinasamtaka Heilsustofnunar NLFÍ sem haldinn var í kvöld. Þar er ég í stjórn ásamt afar góðu fólki. Að loknum aðalfundinum var kvöldvaka í boði Hollvinasamtakanna þar sem Árni Johnsen mætti m.a. á svæðið og sló í gegn með skemmtilegum sögum og söng. Hann er alltaf mjög bóngóður sem sést meðal annars á því að hann hefur víst í ár farið á 18 þorrablót. Held að enginn leiki þetta eftir. Annars eru frambjóðendur auðvitað á faraldsfæti núna og endasendast fram og til baka í okkar risastóra kjördæmi. Nú hefur Ragnheiður Elín Árnadóttir boðið sig fram í fyrsta sæti hjá okkur Sjálfstæðismönnum og hleypir það auðvitað ákveðinni spennu í baráttuna.
----------------------------------------
Það á auðvitað ekki að þurfa að hafa orð á öllum hlutum og síst þeim sem aldrei hafa staðið til. En svona formsins vegna er sjálfsagt rétt að geta þess að ég ætla ekki í framboð til Alþingis. Ég var ásamt fleiri góðum Sjálfstæðismönnum kosin í bæjarstjórn hér í Hveragerði fyrir tæpum þremur árum. Hér hef ég fengið að gegna afskaplega skemmtilegu embætti undanfarið og hef áhuga á að gera það áfram. Tilkynni því hér með um framboð mitt til bæjarstjóra í næstu sveitarstjórnarkosningum. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið ;-)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet