11. febrúar 2009
Þar sem mér finnst algjörlega óskiljanlegt hversvegna Umhverfisstofnun setur ekki upp mæli hér í Hveragerði til að mæla magn brennisteinsvetnis í andrúmslofti vil ég vekja athygli á upplýsingum sem eru beint af vef þeirrar ágætu stofnunar. Eins og sést á grafinu hér til hliðar þá er magn brennisteinsvetnis í andrúmslofti á Grensásveginum í Reykjavík ítrekað yfir þeim mörkum sem meðvituð ríki hafa sett sér í þessum efnum. Nokkrum sinnum nú í janúar hefur magnið farið í 98 og 97 míkrógröm pr m3.
Eftirfarandi er orðrétt af vef stofnunarinnar:
Margir finna lykt af brennisteinsvetni þó styrkur þess sé mjög lítill. Í Kaliforníu hafa umhverfismörk verið miðuð við næmni fólks fyrir lykt, þar eru mörkin 42 míkrógrömm í rúmmetra sé miðað við klukkustundarmeðaltal, en rannsóknir sýna að við þann styrk skynji um 80% almennings lyktina. Mælingar frá því í febrúar 2006 til miðjan febrúar 2007 sýndu að styrkur brennisteinsvetnis í Reykjavík fór samtals 48 sinnum yfir umhverfismörk Kaliforníu í mislöngum tímabilum, þar af urðu 45 skipti eftir 1.september 2006. Vegna þessa hefur meira borið á hveralykt í Höfuðborginni eftir að Hellisheiðarvirkjun var gangsett.
Vil bara enn og aftur minna á staðsetningu Hveragerðisbæjar sem er þrisvar sinnum nær upptökum mengunarinnar heldur en Reykjavík. Eins mikilvægt og það er nú fyrir Reykvíkinga að þar sé mengun mæld hefði ég haldið að það væri ennþá mikilvægara hér.
Eftirfarandi er orðrétt af vef stofnunarinnar:
Margir finna lykt af brennisteinsvetni þó styrkur þess sé mjög lítill. Í Kaliforníu hafa umhverfismörk verið miðuð við næmni fólks fyrir lykt, þar eru mörkin 42 míkrógrömm í rúmmetra sé miðað við klukkustundarmeðaltal, en rannsóknir sýna að við þann styrk skynji um 80% almennings lyktina. Mælingar frá því í febrúar 2006 til miðjan febrúar 2007 sýndu að styrkur brennisteinsvetnis í Reykjavík fór samtals 48 sinnum yfir umhverfismörk Kaliforníu í mislöngum tímabilum, þar af urðu 45 skipti eftir 1.september 2006. Vegna þessa hefur meira borið á hveralykt í Höfuðborginni eftir að Hellisheiðarvirkjun var gangsett.
Vil bara enn og aftur minna á staðsetningu Hveragerðisbæjar sem er þrisvar sinnum nær upptökum mengunarinnar heldur en Reykjavík. Eins mikilvægt og það er nú fyrir Reykvíkinga að þar sé mengun mæld hefði ég haldið að það væri ennþá mikilvægara hér.
Comments:
Skrifa ummæli