<$BlogRSDUrl$>

28. janúar 2009

Af skipulagi og Bitru...

Gekk í dag frá öllu efni sem á að fara í bæklinginn vegna samkeppninnar um miðbæjarskipulagið og kom því í prentsmiðju. Það þarf að hafa hraðar hendur því afhending verðlauna fer fram á sunnudag og bæklingurinn þarf að vera tilbúinn þá. Þetta eru 17 tillögur svo bæklingurinn verður að öllum líkindum 20 síður.

Verðlaunaafhendingin fer fram kl. 14 næsta sunnudag í Listasafni Árnesinga. Þar hefur öllum tillögunum verið haganlega fyrir komið og verða þær þar til sýnis á opnunartíma safnsins fram til 19. apríl. Verðlaunaafhendingin er öllum opin svo það er um að gera að fjölmenna !

Skrifaði nokkur bréf og fór yfir íþróttamál og styrkumsóknir með Jóhönnu. Átti góð símtöl við landbúnaðarráðuneytið vegna landamála sem fengu farsælan endi í dag. Renndi yfir inngang og kafla um sveitarfélögin í mastersritgerð Herdísar Sigurjónsdóttur vegna skipulags almannavarna á neyðartímum. Stórgóð ritgerð sem gaman verður að lesa í endanlegu formi. Yfirleitt koma einhverjir í heimsókn á hverjum degi eða þá að fólk vill ræða sín mál í síma. Mér finnst þetta notalegt fyrirkomulag.

Eyddi síðan kvöldinu í að lesa mér til um virkjanir og þá sérstaklega Bitru og Gráuhnúka því á morgun er ég ásamt Ólafi Áki í viðtalsþætti á sjónvarpsstöðinni ÍNN þar sem umfjöllunarefnið er Bitra. Það verður skemmtilegt...

Í gær var ég á fundi í stjórn Rannsókna og fræðaseturs Háskóla Íslands hér í Hveragerði. Þar var glæsileg mynd á forsíðu ársskýrslu 2008 af kransarfa sem tekið hefur sér bólfestu í Opnunum hér fyrir neðan Hveragerði. Þetta er "fiskabúrsplanta" frá suðrænni slóðum sem að öllum líkindum hefur verið "sleppt" í Opnurnar. Hún finnst eingöngu í þessari einu tjörn á Íslandi sem er volg (um 28°C)og því lifir hún þar góðu lífi. Plantan skilgreinist sem ágeng í náttúrunni en væntanlega getur hún ekki dreift sér svo neinu nemi því hún þarf ansi góðar aðstæður til að þrauka í íslenskri náttúru. Svona getur nú náttúran hér í kring komið manni á óvart ...
--------------------------------

Vil gjarnan vekja athygli ykkar á eftirfarandi....

Ungur Hvergerðingur Kristjana Björk Traustadóttir (dóttir Ragnhildar Barðadóttur íbúa í Heiðarbrún) var ein af þeim sem missti allt innbú sitt þegar húsið að Klapparstíg 17, varð eldi að bráð aðfararnótt föstudagsins 16. janúar síðastliðins. Eins og fram kom í fréttum þá brann allt sem í húsinu var og þar með taldar allar eigur Kristjönu, hún er því eignalaus í dag.

Kristjana hefur verið virkilega dugleg alla tíð og unnið með skóla frá 13 ára aldri. Þessar eigur sem brunnu inni hefur hún að mestu leyti keypt sér sjálf fyrir sína peninga. Hún hafði komið sér upp ágætri búslóð en stendur nú uppi án þess að eiga hluti sem við öll teljum svo sjálfsagt að eiga en gerum okkur ekki grein fyrir að við höfum aðgang að svo sem að teygja sig í handklæði af því að það er bara þarna, hárburstann eða glas til að fá sér vatn úr að ógleymdu rúmi til að sofa í.

Nú er biðlað til ykkar sem eruð aflögufær um að styrkja Kristjönu til kaupa og endurnýjunar á þeim hlutum sem brunnu inni. Það væri virkilega vel þegið og fallega gert ef þið hafið tök á.

Styrktarreikningurinn er: 1169-05-483 og kenntala: 200788-2069

P.s. Sumir liggja með gamla hluti sem þeir þurfa ekki lengur að nota. Ef þú/þið eruð með eitthvað sem gæti komið sér vel í uppbyggingu nýrrar búslóðar það væri það vel þegið.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet