11. janúar 2009
Opið hús með Árna Math.
Laugardagurinn undirlagður fundahöldum en gestur opna hússins var Árni Mathiesen, fjármálaráðherra. Flutti hann góða ræðu þar sem hann fór ýtarlega yfir þau mál sem efst hafa verið í umræðunni undanfarið. Að því loknu svaraði hann fyrirspurnum frá fundargestum sem fylltu salinn þennan morgun. Mér fannst gott hljóð í gestum fundarins og spurningar þeirra gagnorðar. Fólk var kurteist og málefnalegt sem er nauðsynlegt jafnvel á tímum sem þessum.
Strax að loknu opnu húsi hófst fundur stjórnar kjördæmisráðs með Árna en þar var farið yfir stöðuna fyrir landsfund og fleira tengt störfum í kjördæminu.
Var ekki komin heim fyrr en undir 4 enda tafðist ég við spjall eftir fundinn.
Opnu húsin okkar Sjálfstæðismanna hafa fyrir löngu sannað gildi sitt en fjölmargir koma þar við á hverjum laugardagsmorgni. Stoppa stutt en koma oft er eitthvað sem margir eru orðnir vanir. Rúnstykkin og vínarbrauðin trekkja síðan alltaf.
Upphaflega vorum við að herma eftir Sauðárkróksbúum með þessi opnu hús en síðan eru þeir löngu hættir en við höldum alltaf áfram. Þetta er einn af föstu punktunum í tilverunni og ég held að bæjarbúum þyki gott að geta alltaf gengið að einhverjum bæjarfulltrúa vísum á þessum tíma. Stundum jafnvel öllum eins og núna síðast :-)
-------------------------
Jólaskrautinu var loksins pakkað niður núna um helgina. Þetta er heilmikil vinna fyrst að koma öllu upp og síðan að pakka öllu niður aftur. Hefur reyndar lagast mikið síðan við eignuðumst bílskúr með tilheyrandi geymsluplássi. Áður fór þetta fram með þeim hætti að fyrst var náð í skrautkassana í geymslu útí ísgerð.
Skreytt og farið með tómu kassana í geymsluna aftur. Eftir jól var náð í tómu kassana í geymsluna, pakkað niður og fjórða ferðin farin með kassana til baka ! ! !
Hótaði því líka undir lokin að hætta að halda jól, EN þá var líka settur gangur í bílskúrsbygginguna ;-)
Laugardagurinn undirlagður fundahöldum en gestur opna hússins var Árni Mathiesen, fjármálaráðherra. Flutti hann góða ræðu þar sem hann fór ýtarlega yfir þau mál sem efst hafa verið í umræðunni undanfarið. Að því loknu svaraði hann fyrirspurnum frá fundargestum sem fylltu salinn þennan morgun. Mér fannst gott hljóð í gestum fundarins og spurningar þeirra gagnorðar. Fólk var kurteist og málefnalegt sem er nauðsynlegt jafnvel á tímum sem þessum.
Strax að loknu opnu húsi hófst fundur stjórnar kjördæmisráðs með Árna en þar var farið yfir stöðuna fyrir landsfund og fleira tengt störfum í kjördæminu.
Var ekki komin heim fyrr en undir 4 enda tafðist ég við spjall eftir fundinn.
Opnu húsin okkar Sjálfstæðismanna hafa fyrir löngu sannað gildi sitt en fjölmargir koma þar við á hverjum laugardagsmorgni. Stoppa stutt en koma oft er eitthvað sem margir eru orðnir vanir. Rúnstykkin og vínarbrauðin trekkja síðan alltaf.
Upphaflega vorum við að herma eftir Sauðárkróksbúum með þessi opnu hús en síðan eru þeir löngu hættir en við höldum alltaf áfram. Þetta er einn af föstu punktunum í tilverunni og ég held að bæjarbúum þyki gott að geta alltaf gengið að einhverjum bæjarfulltrúa vísum á þessum tíma. Stundum jafnvel öllum eins og núna síðast :-)
-------------------------
Jólaskrautinu var loksins pakkað niður núna um helgina. Þetta er heilmikil vinna fyrst að koma öllu upp og síðan að pakka öllu niður aftur. Hefur reyndar lagast mikið síðan við eignuðumst bílskúr með tilheyrandi geymsluplássi. Áður fór þetta fram með þeim hætti að fyrst var náð í skrautkassana í geymslu útí ísgerð.
Skreytt og farið með tómu kassana í geymsluna aftur. Eftir jól var náð í tómu kassana í geymsluna, pakkað niður og fjórða ferðin farin með kassana til baka ! ! !
Hótaði því líka undir lokin að hætta að halda jól, EN þá var líka settur gangur í bílskúrsbygginguna ;-)
Comments:
Skrifa ummæli