6. janúar 2009
Mér er misboðið...
Hef fyrir löngu komist að því að ég er með of ríka réttlætiskennd og tjái mig í ofanálag stundum alltof harkalega. Ég hef aftur á móti að ég held tamið mér ákveðna hófsemi í skrifum á blogginu enda á stundum varla prenthæfar þær skoðanir sem ég á það til að hafa! ! !
En nú get ég ekki orða bundist! Hvers vegna í veröldinni fordæma leiðtogar mínir í Sjálfstæðisflokknum ekki innrás Ísraelsmanna á Gaza?
Hvers vegna er verið að hengja við yfirlýsingu þeirra undirlægjulegri athugasemd um það að Hamas eigi nú líka sök á ástandinu? Það veit öll íslenska þjóðin og væntanlega flestir aðrir líka að Hamas eru hryðjuverkasamtök sem hafa framið ólýsanleg illvirki. En það er ekkert sem réttlætir þær miskunnarlausu árásir sem nú eiga sér stað á óbreytta borgara Gaza svæðisins. Börn láta lífið og heilu fjölskyldurnar eru myrtar. Ráðist er á skóla fullan af fólki sem leitaði sér þar skjóls. Skóla sem rekinn er af Sameinuðu þjóðunum og merktur kyrfilega sem slíkur eins og kemur fram í viðtali á BBC. Erlendir fréttamenn hafa ekki lengur aðgang að svæðinu, engar fréttir berast þaðan að heitið getur. Þess vegna var viðtalið við norska lækninn í ríkissjónvarpinu í kvöld svo átakanlegt en lýsti um leið því ástandi sem nú ríkir á svæðinu. Ástandi sem er heimsbyggðinni til skammar.
Palestínumenn eru fólk eins og við. Sem fer í vinnu, stundar skóla, elskar börnin sín og vill búa sér öruggt heimili. Við hljótum öll að finna til samkenndar með þessari þjóð sem fátt hefur sér til saka unnið annað en að eiga ekki lengur stað sem þau geta kallað sinn eigin. Friður hefur oft verið nærri á þessu svæði en ávallt er þeim málum klúðrað. Svo ég vitni aftur í Gandhi sem sagði: "An eye for an eye makes the bird go blind", þessi orð lýsa ástandinu vel.
Það er líka rétt að gleyma ekki stærðunum sem verið er að tala um hér. Gaza svæðið er 378 km2 en til samanburðar má geta þess að Sveitarfélagið Ölfus er um 1000 km2. Á þessu svæði hýrist nú 1,5 milljón óbreyttra borgara innilokaðir og undir stöðugum árásum frá einum best búna her heims. Mannfallið er þegar gífurlegt um 700 eru látnir og á þriðja þúsund limlestir og slasaðir. Undir 10 Ísraelsmenn hafa látið lífið eftir að árásin byrjaði!
Það var útaf málum sem þessum sem ég gekk í Amnesty International fyrir nokkrum árum. Við getum ekki setið hjá og látið sem ekkert sé. Við eigum sem borgarar þessa heims alltaf að fordæma árásir á börn og óbreytta borgara.
Það eiga leiðtogar Sjálfstæðisflokksins líka að gera.
Hér má sjá frétt BBC um árásina á skóla Sameinuðu þjóðanna.
Hér er slóð inná síðu Amnesty International þar sem skorað er á Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að grípa þegar til aðgerða sem tryggt geta öryggi óbreyttra borgara.
-------------------------------
Við Helga kláruðum greinargerðina með fjárhagsáætlun í dag og verður hún sett á heimasíðu bæjarins á morgun. Þar er að finna útskýringar á hinum ýmsu útgjaldaliðum en við leggjum mikið á okkur til að halda í plagginu hinum ýmsu söguskýringum á tilurð hinna ýmsu verkefna svo það verður gaman að sjá hversu löng greinargerðin verður eftir nokkur ár ;-)
Þrettándagleðin "Kátt er undir Hamrinum" var haldin íkvöld og mætti miklu fleira fólk en ég átti vön á. Þetta var hin skemmtilegasta stund, álfasöngur, jólasveinar og Grýla og Leppalúði. Eldur, kyndlar og flugeldasýning. Gaman að þessu.
Sat yfir tillögum í miðbæjarsamkeppninni að lokinni þrettándagleðinni. Reglur um keppnina eru mjög strangar og ekki má fara með nein gögn útúr húsinu sem dómnefndin starfar í. Því hýrðist ég ein yfir tillögunum í húsi útí bæ í kvöld.
Hef fyrir löngu komist að því að ég er með of ríka réttlætiskennd og tjái mig í ofanálag stundum alltof harkalega. Ég hef aftur á móti að ég held tamið mér ákveðna hófsemi í skrifum á blogginu enda á stundum varla prenthæfar þær skoðanir sem ég á það til að hafa! ! !
En nú get ég ekki orða bundist! Hvers vegna í veröldinni fordæma leiðtogar mínir í Sjálfstæðisflokknum ekki innrás Ísraelsmanna á Gaza?
Hvers vegna er verið að hengja við yfirlýsingu þeirra undirlægjulegri athugasemd um það að Hamas eigi nú líka sök á ástandinu? Það veit öll íslenska þjóðin og væntanlega flestir aðrir líka að Hamas eru hryðjuverkasamtök sem hafa framið ólýsanleg illvirki. En það er ekkert sem réttlætir þær miskunnarlausu árásir sem nú eiga sér stað á óbreytta borgara Gaza svæðisins. Börn láta lífið og heilu fjölskyldurnar eru myrtar. Ráðist er á skóla fullan af fólki sem leitaði sér þar skjóls. Skóla sem rekinn er af Sameinuðu þjóðunum og merktur kyrfilega sem slíkur eins og kemur fram í viðtali á BBC. Erlendir fréttamenn hafa ekki lengur aðgang að svæðinu, engar fréttir berast þaðan að heitið getur. Þess vegna var viðtalið við norska lækninn í ríkissjónvarpinu í kvöld svo átakanlegt en lýsti um leið því ástandi sem nú ríkir á svæðinu. Ástandi sem er heimsbyggðinni til skammar.
Palestínumenn eru fólk eins og við. Sem fer í vinnu, stundar skóla, elskar börnin sín og vill búa sér öruggt heimili. Við hljótum öll að finna til samkenndar með þessari þjóð sem fátt hefur sér til saka unnið annað en að eiga ekki lengur stað sem þau geta kallað sinn eigin. Friður hefur oft verið nærri á þessu svæði en ávallt er þeim málum klúðrað. Svo ég vitni aftur í Gandhi sem sagði: "An eye for an eye makes the bird go blind", þessi orð lýsa ástandinu vel.
Það er líka rétt að gleyma ekki stærðunum sem verið er að tala um hér. Gaza svæðið er 378 km2 en til samanburðar má geta þess að Sveitarfélagið Ölfus er um 1000 km2. Á þessu svæði hýrist nú 1,5 milljón óbreyttra borgara innilokaðir og undir stöðugum árásum frá einum best búna her heims. Mannfallið er þegar gífurlegt um 700 eru látnir og á þriðja þúsund limlestir og slasaðir. Undir 10 Ísraelsmenn hafa látið lífið eftir að árásin byrjaði!
Það var útaf málum sem þessum sem ég gekk í Amnesty International fyrir nokkrum árum. Við getum ekki setið hjá og látið sem ekkert sé. Við eigum sem borgarar þessa heims alltaf að fordæma árásir á börn og óbreytta borgara.
Það eiga leiðtogar Sjálfstæðisflokksins líka að gera.
Hér má sjá frétt BBC um árásina á skóla Sameinuðu þjóðanna.
Hér er slóð inná síðu Amnesty International þar sem skorað er á Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að grípa þegar til aðgerða sem tryggt geta öryggi óbreyttra borgara.
-------------------------------
Við Helga kláruðum greinargerðina með fjárhagsáætlun í dag og verður hún sett á heimasíðu bæjarins á morgun. Þar er að finna útskýringar á hinum ýmsu útgjaldaliðum en við leggjum mikið á okkur til að halda í plagginu hinum ýmsu söguskýringum á tilurð hinna ýmsu verkefna svo það verður gaman að sjá hversu löng greinargerðin verður eftir nokkur ár ;-)
Þrettándagleðin "Kátt er undir Hamrinum" var haldin íkvöld og mætti miklu fleira fólk en ég átti vön á. Þetta var hin skemmtilegasta stund, álfasöngur, jólasveinar og Grýla og Leppalúði. Eldur, kyndlar og flugeldasýning. Gaman að þessu.
Sat yfir tillögum í miðbæjarsamkeppninni að lokinni þrettándagleðinni. Reglur um keppnina eru mjög strangar og ekki má fara með nein gögn útúr húsinu sem dómnefndin starfar í. Því hýrðist ég ein yfir tillögunum í húsi útí bæ í kvöld.
Comments:
Skrifa ummæli