7. janúar 2009
Fundur í dómnefndinni um miðbæjarskipulagið í morgun. Fundirnir eru afar skemmtilegir og gaman að velta fyrir sér tillögunum og ekki síður að sjá hversu fjölbreyttar þær eru.
Þrjú viðtöl við aðila sem höfðu mismunandi erindi fram að færa. Mér þykir afar vænt um það hversu margir koma til að ræða hin ýmsu málefni og oftar en ekki tekst að leysa þau mál sem berast.
Kláraði mál og ræddi við ýmsa í síma og aldrei þessu vant voru ráðuneytin oft á línunni í dag. Heilbrigðisráðherra kynnti sparnaðaráform sín í heilbrigðiskerfinu og eins og við var að búast mun þeirra gæta hér á Suðurlandi. Ég geri ekki athugasemdir við allt sem sett var fram en sérstaklega er ástæða til að hafa áhyggjur af framtíð fæðingardeildarinnar á Selfossi. Ef ekki eru lengur bakvaktir á skurðstofu er raunhæf hætta á því að fæðingum fækki mjög mikið og jafnvel svo mjög að rekstri deildarinnar verði sjálf hætt. Slíkum niðurskurði verðum við Sunnlendingar að berjast gegn enda hefur fæðingardeildin á Selfossi veitt afskaplega góða þjónustu og verið framarlega á sínu sviði. Mun örugglega skrifa meira um þetta mál síðar.
Týndi sonurinn í Þýskalandi er með nýja færslu á blogginu og sendi hann móður sinni líka tóninn á Facebook. Hann var aldeilis ekki sammála færslunni hér í gær og það er greinilegt að rökræður eru iðkaðar af miklum móð í Latina August Francke :-)
Þrjú viðtöl við aðila sem höfðu mismunandi erindi fram að færa. Mér þykir afar vænt um það hversu margir koma til að ræða hin ýmsu málefni og oftar en ekki tekst að leysa þau mál sem berast.
Kláraði mál og ræddi við ýmsa í síma og aldrei þessu vant voru ráðuneytin oft á línunni í dag. Heilbrigðisráðherra kynnti sparnaðaráform sín í heilbrigðiskerfinu og eins og við var að búast mun þeirra gæta hér á Suðurlandi. Ég geri ekki athugasemdir við allt sem sett var fram en sérstaklega er ástæða til að hafa áhyggjur af framtíð fæðingardeildarinnar á Selfossi. Ef ekki eru lengur bakvaktir á skurðstofu er raunhæf hætta á því að fæðingum fækki mjög mikið og jafnvel svo mjög að rekstri deildarinnar verði sjálf hætt. Slíkum niðurskurði verðum við Sunnlendingar að berjast gegn enda hefur fæðingardeildin á Selfossi veitt afskaplega góða þjónustu og verið framarlega á sínu sviði. Mun örugglega skrifa meira um þetta mál síðar.
Týndi sonurinn í Þýskalandi er með nýja færslu á blogginu og sendi hann móður sinni líka tóninn á Facebook. Hann var aldeilis ekki sammála færslunni hér í gær og það er greinilegt að rökræður eru iðkaðar af miklum móð í Latina August Francke :-)
Comments:
Skrifa ummæli