9. janúar 2009
ESB, EES og sorp...
Byrjaði daginn eins og alltaf á því að lesa og svara tölvupósti. Var mætt á fund í Alþjóðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga kl. 9:30 þar sem farið var yfir starfið á árinu 2009 en óneitanlega ber það keim af þeirri miklu umræðu sem nú fer fram um hugsanlega aðild að ESB. Strax að loknum fundinum hófst fundur í Samráðsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og utanríkisráðuneytisins um EES samninginn. Þessi hópur hefur hist tvisvar á ári til að fara yfir þau mál sem unnið er að í samræmi við EES samninginn og kannað hvort og hvaða áhrif þau geta haft á starfsemi sveitarfélaga.
Var komin austur á Selfoss kl. 13 á fund í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands. Þar sat ég sem varamaður Ólafs Áka sem væntanlega er nú á leið uppá einhvern tind í Andesfjöllunum að ég held. Fundurinn í stjórninni var mjög góður, fengum kynningu á þeim möguleikum sem eru varðandi starfsemi í Kirkjuferjuhjáleigu eftir að urðun þar verður hætt og ennfremur kynningu um Svæðisáætlun um meðferð sorps á suðvesturhorninu. Ég var óskaplega ánægð að sjá að þær athugasemdir sem við Hvergerðingar og fleiri gerðum við upphaflegu áætlanirnir hafa verið teknar til greina.
-------------------------------
Morgunblaðið segist vera með óháða umfjöllun um kosti og galla ESB aðildar í blöðunum þessa dagana. Verð þó að segja að mér finnst vera mikil slagsíða á umfjölluninni í þágu ESB. Þykir til dæmis merkilegt að í nokkurra síðna umfjöllun um áhrif ESB í Finnlandi skuli einungis hafa fundist einn viðmælandi sem gagnrýndi aðildina og afleiðingar hennar!
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Eyjum skrifar aftur á móti afar góða grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann fer yfir áhrif ESB aðildar á náttúruauðlindir okkar. Greinilegt að hann hefur kynnt sér málið og fer hann í grein sinni yfir reynslu Norðmanna af aðildarviðræðunum. Þar komu engar ívilnanir eða undanþágur til greina. Sérmeðferðin fólst í aðlögunartíma og engu öðru. Þetta skulum við hafa hugfast í umræðunni.
------------------------------
Loksins viðraði til malbiksframkvæmda og var Þórsmörkin, ein elsta gata bæjarins, lögð malbiki í dag. Þar með fækkaði þeim götum sem enn eru ekki malbikaðar hér í Hveragerði! Svona hefst þetta allt saman....
Byrjaði daginn eins og alltaf á því að lesa og svara tölvupósti. Var mætt á fund í Alþjóðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga kl. 9:30 þar sem farið var yfir starfið á árinu 2009 en óneitanlega ber það keim af þeirri miklu umræðu sem nú fer fram um hugsanlega aðild að ESB. Strax að loknum fundinum hófst fundur í Samráðsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og utanríkisráðuneytisins um EES samninginn. Þessi hópur hefur hist tvisvar á ári til að fara yfir þau mál sem unnið er að í samræmi við EES samninginn og kannað hvort og hvaða áhrif þau geta haft á starfsemi sveitarfélaga.
Var komin austur á Selfoss kl. 13 á fund í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands. Þar sat ég sem varamaður Ólafs Áka sem væntanlega er nú á leið uppá einhvern tind í Andesfjöllunum að ég held. Fundurinn í stjórninni var mjög góður, fengum kynningu á þeim möguleikum sem eru varðandi starfsemi í Kirkjuferjuhjáleigu eftir að urðun þar verður hætt og ennfremur kynningu um Svæðisáætlun um meðferð sorps á suðvesturhorninu. Ég var óskaplega ánægð að sjá að þær athugasemdir sem við Hvergerðingar og fleiri gerðum við upphaflegu áætlanirnir hafa verið teknar til greina.
-------------------------------
Morgunblaðið segist vera með óháða umfjöllun um kosti og galla ESB aðildar í blöðunum þessa dagana. Verð þó að segja að mér finnst vera mikil slagsíða á umfjölluninni í þágu ESB. Þykir til dæmis merkilegt að í nokkurra síðna umfjöllun um áhrif ESB í Finnlandi skuli einungis hafa fundist einn viðmælandi sem gagnrýndi aðildina og afleiðingar hennar!
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Eyjum skrifar aftur á móti afar góða grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann fer yfir áhrif ESB aðildar á náttúruauðlindir okkar. Greinilegt að hann hefur kynnt sér málið og fer hann í grein sinni yfir reynslu Norðmanna af aðildarviðræðunum. Þar komu engar ívilnanir eða undanþágur til greina. Sérmeðferðin fólst í aðlögunartíma og engu öðru. Þetta skulum við hafa hugfast í umræðunni.
------------------------------
Loksins viðraði til malbiksframkvæmda og var Þórsmörkin, ein elsta gata bæjarins, lögð malbiki í dag. Þar með fækkaði þeim götum sem enn eru ekki malbikaðar hér í Hveragerði! Svona hefst þetta allt saman....
Comments:
Skrifa ummæli