8. janúar 2009
Bæjarráðsfundurinn í morgun var stuttur og góður enda ekki mörg mál á borði bæjarráðs svona snemma árs. Þó var þar bréf frá sveitarstjórninni í Ölfusi þar sem samningnum um sameiginlegt slökkvilið þessara sveitarfélaga er sagt upp. Bæjarráð samþykkti það erindi með stuttri bókun en hana má lesa hér.
Á fundinum ákvað bæjarráð einnig að taka þátt í átaki Menntamálaráðuneytisins um betri líðan og heilsu framhaldsskólanema og gefa öllum þeim sem framvísa gildu skólaskírteini í framhaldsskóla frítt í sund vikuna 19. - 26. janúar. Með því móti geta allir nemar á þessu skólastigi hvar sem þeir annars búa komið hingað og prufað sundlaugina í Laugaskarði. Helst eiga þeir að synda 200 metrana og svo teljum við saman hversu margir metrar verða syntir í lauginni þessa viku ;-)
-------------------------
Ræddi lengi við Guðbrand Gíslason, forsvarsmann "Auga Óðins" í dag. Augað er einskonar gestastofa/safn þar sem hinn forni átrúnaður Íslendinga, Ásatrúin, verður kynntur. Guðbrandur vinnur að því að opna "Augað" í Eden og skilst mér að þeir samningar séu á lokastigi. Það verður mjög spennandi að fylgjast með verkefninu og ekki síður mikilvægt að starfsemi hefjist í Eden hið fyrsta. Reyndar þurfum við að venja okkur við annað heiti á staðnum því tæplega er hægt að kynna ásatrúna í Eden. Staðurinn mun því heita "Auga Óðins".
------------------------
Vann í því í dag að tryggja lánafyrirgreiðslu fyrir Hveragerðisbæ til að útvega fé til þeirra framkvæmda sem við áætlum að fara í á árinu og ekki síður til að loka þeirri fjárvöntun sem er fyrirsjáanleg samkvæmt áætluninni. Þrátt fyrir allt þá er sú fjárvöntun miklu minni en margra annarra sveitarfélaga enda er handbært fé frá rekstri jákvætt um 90 milljónir. Gert er ráð fyrir að taka 250 milljónir í ný langtímalán og ef það tekst verður hægt að fara í þær fjárfestingar sem við gerðum ráð fyrir á fjárhagsáætlun. Best er ef fjármagn fæst frá Lánasjóði sveitarfélaganna þar sem þar eru að mínu mati langhagstæðustu kjörin sem okkur bjóðast í dag. Vöntun á fjármagni í landinu er aftur á móti alvarleg ógnun við allan rekstur í dag og afar margir um þær fáu krónur sem í boði eru.
------------------------
Hittumst síðdegis við systurnar og mamma. Það er ósköp notalegt að hafa stórfjölskylduna alla á sömu þúfunni og gott að vita til þess að þangað getur maður ávallt leitað. Nú fáum við hér á Heiðmörkinni til dæmis að passa Hauk litla hennar Guðrúnar á morgun en það þykir okkur afar skemmtilegt. Litla Hafrún hennar Sigurbjargar heiðraði okkur með nærveru sinni í vikunni og það var líka yndislegt. Albert heimsækir síðan ömmu og frænkurnar eftir skóla svo þetta er frábært samkrull...
Á fundinum ákvað bæjarráð einnig að taka þátt í átaki Menntamálaráðuneytisins um betri líðan og heilsu framhaldsskólanema og gefa öllum þeim sem framvísa gildu skólaskírteini í framhaldsskóla frítt í sund vikuna 19. - 26. janúar. Með því móti geta allir nemar á þessu skólastigi hvar sem þeir annars búa komið hingað og prufað sundlaugina í Laugaskarði. Helst eiga þeir að synda 200 metrana og svo teljum við saman hversu margir metrar verða syntir í lauginni þessa viku ;-)
-------------------------
Ræddi lengi við Guðbrand Gíslason, forsvarsmann "Auga Óðins" í dag. Augað er einskonar gestastofa/safn þar sem hinn forni átrúnaður Íslendinga, Ásatrúin, verður kynntur. Guðbrandur vinnur að því að opna "Augað" í Eden og skilst mér að þeir samningar séu á lokastigi. Það verður mjög spennandi að fylgjast með verkefninu og ekki síður mikilvægt að starfsemi hefjist í Eden hið fyrsta. Reyndar þurfum við að venja okkur við annað heiti á staðnum því tæplega er hægt að kynna ásatrúna í Eden. Staðurinn mun því heita "Auga Óðins".
------------------------
Vann í því í dag að tryggja lánafyrirgreiðslu fyrir Hveragerðisbæ til að útvega fé til þeirra framkvæmda sem við áætlum að fara í á árinu og ekki síður til að loka þeirri fjárvöntun sem er fyrirsjáanleg samkvæmt áætluninni. Þrátt fyrir allt þá er sú fjárvöntun miklu minni en margra annarra sveitarfélaga enda er handbært fé frá rekstri jákvætt um 90 milljónir. Gert er ráð fyrir að taka 250 milljónir í ný langtímalán og ef það tekst verður hægt að fara í þær fjárfestingar sem við gerðum ráð fyrir á fjárhagsáætlun. Best er ef fjármagn fæst frá Lánasjóði sveitarfélaganna þar sem þar eru að mínu mati langhagstæðustu kjörin sem okkur bjóðast í dag. Vöntun á fjármagni í landinu er aftur á móti alvarleg ógnun við allan rekstur í dag og afar margir um þær fáu krónur sem í boði eru.
------------------------
Hittumst síðdegis við systurnar og mamma. Það er ósköp notalegt að hafa stórfjölskylduna alla á sömu þúfunni og gott að vita til þess að þangað getur maður ávallt leitað. Nú fáum við hér á Heiðmörkinni til dæmis að passa Hauk litla hennar Guðrúnar á morgun en það þykir okkur afar skemmtilegt. Litla Hafrún hennar Sigurbjargar heiðraði okkur með nærveru sinni í vikunni og það var líka yndislegt. Albert heimsækir síðan ömmu og frænkurnar eftir skóla svo þetta er frábært samkrull...
Comments:
Skrifa ummæli