18. janúar 2009
Afar líflegt og skemmtilegt var í 75 ára afmæli Jóns Helga Hálfdánarsonar í dag. Hann hélt einnig uppá þriggja ára edrú afmæli svo það var margföld ástæða til að samfagna honum og Jónu konu hans. Þó nokkur fjöldi brottfluttra Hvergerðinga mætti í veisluna en það var sérstaklega gaman að hitta þann hóp. Jón Helgi er afar litríkur karakter eins og heyra mátti í ræðum þeirra sem tóku til máls. Þannig fólk lífgar uppá tilveru okkar allra. Til hamingju Jón Helgi og Jóna!
----------------------
Síðasta vika var afar fljót að líða og einhvern veginn gafst ekki tóm eða nenna til að setja færslur á bloggið. Nóg samt um að vera eins og endranær! Fundur í dómnefndinni um miðbæjarskipulagið sem væntanlega lýkur störfum á morgun, mánudag. Stuttur en góður bæjarstjórnarfundur. Fundur um úrgangsmál sveitarfélaga og annar í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands. Fundur með fulltrúum Árborgar og Strætós um upphaf almenningssamgangna sem er framar vonum. Fundur með fulltrúum OR um skemmtilegt verkefni sem verið er að reyna að koma á koppinn og ekki síður skemmtilegur blaðamannafundur með Geir Haarde um afgreiðslu tjónabóta vegna jarðskjálftans.
Og þetta eru bara helstu fundirnir...
Hef stundum sagt að fjölbreytni þeirra málaflokka sem detta inná borð sveitarstjórnarmanna sé með ólíkindum og nauðsynlegt sé að geta sett sig fljótt og vel inní mál sem maður jafnvel hefur ekki heyrt um áður. En það er líka þetta sem gerir starfið svo skemmtilegt.
----------------------
Síðasta vika var afar fljót að líða og einhvern veginn gafst ekki tóm eða nenna til að setja færslur á bloggið. Nóg samt um að vera eins og endranær! Fundur í dómnefndinni um miðbæjarskipulagið sem væntanlega lýkur störfum á morgun, mánudag. Stuttur en góður bæjarstjórnarfundur. Fundur um úrgangsmál sveitarfélaga og annar í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands. Fundur með fulltrúum Árborgar og Strætós um upphaf almenningssamgangna sem er framar vonum. Fundur með fulltrúum OR um skemmtilegt verkefni sem verið er að reyna að koma á koppinn og ekki síður skemmtilegur blaðamannafundur með Geir Haarde um afgreiðslu tjónabóta vegna jarðskjálftans.
Og þetta eru bara helstu fundirnir...
Hef stundum sagt að fjölbreytni þeirra málaflokka sem detta inná borð sveitarstjórnarmanna sé með ólíkindum og nauðsynlegt sé að geta sett sig fljótt og vel inní mál sem maður jafnvel hefur ekki heyrt um áður. En það er líka þetta sem gerir starfið svo skemmtilegt.
Comments:
Skrifa ummæli