<$BlogRSDUrl$>

3. janúar 2009

Af ofbeldi og visku...

Allir hljóta að hafa áhyggjur af ólátum eins og þeim sem brutust út við upptökur á Kryddsíldinni á Gamlársdag og sem reyndar hafa ítrekað blossað upp undanfarna mánuði. Í kjölfarið sátum við Lárus fyrst yfir annálum ársins 2008 og síðan fréttum af Kryddsíldar atgangnum og reyndum að útskýra fyrir Tim að svona hefði Ísland aldrei verið. Við værum líka að sjá svona ólæti í fyrsta skipti. Við reyndum eins og við gátum að sannfæra hann, og kannski ekki síður okkur sjálf, um að hegðun sem þessi væri okkur Íslendingum ekki eðlislæg. Óánægjan væri skiljanleg og mótmæli og ræður á götum úti, en handalögmál, piparúði og skemmdarverk væru andstæð þjóðarsálinni. Kannski er það af því að við erum svo fá. Við myndum örugglega hvert og eitt okkar þekkja nokkra af mótmælendunum ef þeir hefðu ekki hulið andlit sín og það er greinilegt að óróaseggirnir vilja ekki þekkjast. Hörðustu mótmælendur fyrri ára lifa við þann orðstí ævina á enda hér á landi. Í íslenskri þjóðarsál er orðstírinn mikilvægur!

Orðstírinn er aftur á móti ekki öllum þjóðum jafn mikilvægur og greinilegt er að Ísraelsmönnum er ekki annt um sinn. Mannvonskan og grimmdin sem rekur þá áfram gagnvart Palestínumönnum er fyrir flesta óskiljanleg. Stríð er í mínum huga aldrei réttlætanlegt enda eru það þeir saklausu sem mest missa af þeirra völdum.

Mahatama Gandhi forðaðist ofbeldi af öllu tagi. Hann iðkaði aftur á móti borgaralega óhlýðni sem vopn í sinni baráttu. Hann sagði þessi fleygu orð sem margir þeir sem kalla eftir réttlæti ættu að geta huggað sig við:

"When I despair, I remember that all through history the way of truth and love has always won. There have been tyrants and murderers and for a time they seem invincible, but in the end, they always fall — think of it, always."
----------------------------------
Úr því að ég er nú farin að vitna í spekinga þá gaf pabbi mér einu sinni bók sem af notkun er orðin velkt en sem betur fer og væntanlega af fenginni reynslu höfðu útgefendur hana í plasti. Þetta er "Bókin um veginn" eftir Lao Tse, í hana hef ég oft leitað þegar mikið liggur við.
Þar segir meðal annars:

1. Af mergð litanna fá menn glýju í augun, fjölbreyttir hljómar sljóvga eyrum, gómtamir réttir spilla bragðnæmi manna, veðhlaup og veiðar trylla þá, og þegar kostgripir eru í boði, verða menn á báðum áttum.

2. Þess vegna vakir hinn vitri yfir hugskoti sínu, en ekki skilningarvitunum. Hann hverfur frá þeim og leitar heim til sálar sinnar.


Lin Yutang þýddi bókina úr kínversku yfir á ensku árið 1948, Í formála hans að þeirri útgáfu segir:Sá sem flettir bókinni um Taó í fyrsta sinn á bágt með að verjast hláti, en við annan lestur hlær hann að sjálfum sér fyrir að hafa hlegið hið fyrra sinn; þegar hann les bókina í þriðja sinn kemst hann að þeirri niðurstöðu að fræði af þessu tagi muni vera meira en lítið þarfleg núna.

Halldór Laxness bætir við í formála sínum árið 1971 að þetta yfirlætislausa "núna" gæti átt við hvaða tíma sem vera skal! Ætli við árið 2009 getum síðan ekki bætt um betur og sagt að þetta "núna" geti allt eins verið núna!

Að því að best er vitað var Lao Tse fæddur árið 604 fyrir Krist.
------------------------------
Reykjavíkurferð fjölskyldunnar í dag. Litum á nokkrar útsölur sem var ekki karlpeningnum til neinnar gleði. Kolaportið er aftur á móti endalaus uppspretta skemmtilegrar afþreyingar. Kaffivagninn á Grandagarði er líka klassískur viðkomustaður sem aldrei svíkur! Enduðum síðan í bíó þar sem við sáum hina frábæru mynd "Australia". Mæli eindregið með henni. Þriggja tíma en við hefðum auðveldlega og með mikilli ánægju setið aðra þrjá í andakt. Nicole Kidman á heimavelli og Ástralía frá sínum bestu hliðum, stórbrotin náttúra og saga.
--------------------------------
Kláraði bókina Glerkastalinn eftir Jeannette Walls í gær og fyrst ég er nú farin að mæla með afþreyingu þá er best að mæla með þeirri bók líka. Fantagóð lýsing á fjölskyldulífi sem maður vill ekki vita að sé til. Í gegnum lýsingarnar skín síðan sjálfsöryggi og skilningur stúlku sem barðist fyrir sínu og náði metorðum þrátt fyrir sárustu fátækt og fullkomið hirðuleysi foreldranna. Þeim tókst aftur á móti að gefa börnum sínum sjálfsöryggi og trú á eigin getu sem þrátt fyrir algjöran skort á öllu sem við teljum nauðsynjar reyndist þeim gott veganesti.Hér er skemmtilegt viðtal við Jeannette!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet